Mývatns- og Laxárhringurinn - Bikarmót 2024


Keppnishaldari

Hjólreiðafélag Akureyrar
Kt. 560712-0300
Skólastígur 4
600 Akureyri
hfa@hfa.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
MÝVATNSHRINGURINN - Bikarmót
Laugardaginn 25. maí 2024 verður haldið bikarmót í götuhjólreiðum í Mývatnssveit. Mótið er haldið af Hjólreiðafélagi Akureyrar og Mývatnsstofu. 
Á sama tíma fer fram almenningshjólreiðamótið Mývatnshringurinn svo allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi, sem og Mývatnsmaraþonið svo það verður heilmikil stemming á svæðinu. Rafmagnshjól eru velkomin í almenningsmótið.
Skráning fyrir almenningsmótið fer fram á annarri síðu - smellið hér

Keppnisgjald í almenningsmótið er 10.900 kr fyrir fullorðna en 5.900 kr fyrir yngri en 16 ára. Til þess að halda kostnaði fyrir keppendur á bikarmótinu sem lægstum er boðið upp á strípað verð fyrir keppnina sem er 3.000-6.000 kr og geta keppendur keypt aukalega hér fyrir neðan viðbótarpakkan sem fylgir með almenningsmótinu, það er grillaður hamborgari og drykkur í markinu ásamt miða í Jarðböðin.

Líkt og síðasta sumar þá þurfa keppendur í bikar- og Íslandsmótum að leigja (eða kaupa) tímatökuflögu í gegnum Tímatöku ehf. Smellið hér til að leigja flögu.

Fyrsta ræs er frá Jarðböðunum við Mývatn 25. maí kl. 09:15 og eru flokkar ræstir út með 5 mínútna millibili. Almenningsflokkurinn er ræstur síðastur kl. 09:50. Hjólaðar eru mismunandi leiðir og endar keppni allra í Jarðböðunum. Gert er ráð fyrir því að keppni ljúki um kl. 13:00 en tímataka er þó í gangi til kl. 15:30.

Verðlaunaafhending fyrir flokka í bikarmótinu fer fram stuttu eftir að fyrstu keppendur eru komnir í mark. Allar nánari upplýsingar má finna í keppnishandbókinni.

Tímar og leiðir:

138.53km
9:15 A-flokkur KK 

98.18km
9:20 B-flokkur KK, Junior/U-19 KK (17-18 ára)
9:25 A-flokkur KVK

78.47km
9:30 B-flokkur KVK, Junior/U-19 KVK (17-18 ára)

42.42km
https://www.strava.com/routes/2971778873033877150
9:35 U-17 KK (15-16 ára)
9:40 U-17 KVK (15-16 ára)
9:45 U-15 KK og KVK (13-14 ára)

20km
10:30 U-13 KK og KVK (10-12 ára)


Upplýsingar um keppanda

Keppnisgreinar

25.05.2024