Mt. Esja Ultra
Skilmálar
I. Skilmálar
- Grein 1: Skilgreiningar 1.1. Í þessum almennu skilmálum eiga eftirfarandi skilgreiningar við: a. Viðburður: Mt. Esja Ultra Run b. Þátttakandi: Raunveruleg persóna sem hefur skráð sig til þátttöku í viðburði eftir leiðum sem skipuleggjandi samþykkir. c. Samkomulag: Samningur varðandi þáttöku þátttakans í viðburðinum. d. Framkvæmdaraðili: Lögaðili atburðarins (í þessu tilviki Mt. Esja Ultra) sem þátttakandinn hefur gert samning við. 1.2. Þessir almennu skilmálar gilda í öllum samningum.
- Article 2: Þátttaka
- Þátttakandi tekur sjálfur ábyrgð á eigin þáttöku . Framkvæmdaraðili ber ekki ábyrgð á tjónum eða meiðslum, sama hvers konar, sem þátttakandi verður fyrir vegna þáttöku í viðburðinum. Þátttakandi afslalar sér öllum rétti til skaðabóta frá Náttúruhlaupum (framkvæmdaraðili 5VH Trail Run), starfsmönnum og öðrum samstarfsaðilum hlaupsins, vegna meiðsla, veikinda, slyss, eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem viðkomandi gæti orðið fyrir í viðburðinum.
- Framkvæmdaraðili áskilar sér rétt til að fresta eða aflýsa viðburðinum ef hann metur það nauðsynlegt vegna veðurs eða annarra óviðráðanlegra ástæðna. Í slíkum tilfellum verður hvorki keppnisgjaldið né tengdur kostnaður svo sem rútufar endurgreiddur.
- Þátttakandi getur aðeins tekið þátt í viðburðinum sé hann réttmætt skráður í viðburðinn áður en viðburðurinn hafi átt sér stað og hafi hann samþykkt skilmála.
- Þátttakandi gefur Framkvæmdaraðila rétt til að birta myndir eða myndbönd tekin af þátttakenda á keppnisdeginum.
- Mótshaldari mun varðveita persónu upplýsingar um þátttakanda. Með þátttöku, gefur þátttakandi framkvæmdaraðilanum leyfi til að nota persónu upplýsingar og senda upplýsingar á þátttakanda. Með þátttöku, gefur þátttakandi framkvæmdaraðilanum leyfi til að birta nafn viðkomandi úrslit viðkomandi, til dæmis á veraldarvefnum.
- Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og öðrum gögnum sem honum hefur verið úthlutað. Honum er ekki heimilt að láta það öðrum í té, til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi.
- Öll verð eru í ISK.
- Keppnisgjöld eru ekki endurgreidd en nafnabreytingar eru leyfðar til 4. júní 2025 á netskraning.is.
- Ekki er hægt að færa skráningu á milli ára.
- Ef viðburði er aflýst vegna óviðráðanlegra ástæðna svo sem veðurs, fást keppnisgjöld og annar kostnaður tengdur viðburðinum ekki endurgreiddur.