Skráning: Ljósanæturhlaup Lífsstíls 2019


Ljósanæturhlaup Lífsstíls fer fram miðvikudaginn 4. september kl 19.30.

10 km leiðin okkar er komin með löggildingu og telja tímar því til Íslandsmeta.

500 kr. af hverri skráningu renna til BARNASPÍTALA HRINGSINS til minningar um Björgvin Arnar.

Ljósanæturhlaup Lífsstíls (Áður Reykjanes Maraþon) er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem er ein stærsta fjölskylduskemmtun landsins. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar. Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3 km, 7 km og 10 km.

Flögu tímamæling verður notuð í Ljósanæturhlaup Lífsstíls í öllum vegalengdum.

Tímasetning og staðsetning
Allar vegalengdir verða ræstar miðvikudaginn 4. september kl 19:30. Upphaf hlaupsins verður við Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ.

Vegalengdir
Ljósanæturhlaup Lífsstíls er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að finna vegalendir við allra hæfi.
Boðið er upp á þrjár vegalengdir, 3 km, 7 km og 10 km hlaup.
Allar vegalengdir eru tímamældar með tíamtökuflögum (Tímataka ehf).
10 km brautin er löglega mæld og gildir því til íslandsmeta.

Skráning og þátttökugjald
Skráningu líkur á mótsdag kl. 19:00.

Þátttökugald í forsölu á vefnum fyrir kl. 23:59 þriðjudaginn 3. september:

 • 3 km:
 • 1.000 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2005 og síðar)
 • 1.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2003 og fyrr)
 • 7 km og 10 km:
 • 1.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2005 og síðar)
 • 2.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2006 og fyrr)
Skráning á staðnum eða á vefnum eftir kl. 23:59 þriðjudaginn 3. september:
 • 3 km:
 • 1.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2005 og síðar)
 • 2.000 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2003 og fyrr)
 • 7 km og 10 km:
 • 2.000 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2005 og síðar)
 • 3.000 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2006 og fyrr)

Afhending gagna fer fram á hlaupadaginn, miðvikudaginn 4. september, frá kl. 18:00 til 18:40 fyrir utan Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ.

Verðlaun
Verðlaunaafhending verður að loknu hlaupi um kl. 20:55.
 • Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum
 • Verðlaun fyrir aldursflokka í 7 km og 10 km hlaupunum
 • Útdráttarverðlaun þar sem allir þátttakendur eru í pottinum

Umsjón og nánari upplýsingar Vikar Sigurjónsson sími 899 0501

Viðburður haldinn af:
Lífsstíll líkamsrækt ehf
kt. 610907-1210
Vatnsnesvegi 22
230 Reykjanesbær
vikarsig@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Keppnisgreinar
04.09.2019