Lífssporið - styrktarhlaup


Keppnishaldari

LÍF styrktarfélag
Kt. 501209-1040
Vera Víðisdóttir
Símanr.: 896 6334
lif@lifsspor.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Lífssporið 2024

LÍF styrktarfélag í góðu samstafi við Útilíf heldur götuhlaupið Lífssporið fimmtudaginn 30. maí og rennur allur allur ágóði af hlaupinu í söfnun fyrir tveim nýjum tækjum til legspeglunar í staðdeyfingu. Legspeglun er gerð til að skoða inn í legið, greina mögulega sjúkdóma þar eins og æxli, vöðvahnúta, samvexti, sepa og meðfædda galla. Að auki er legspeglun stundum notuð til að greina orsakir ófrjósemi og óreglulegra blæðinga. Þessar rannsóknir voru áður framkvæmdar í svæfingu en með þessum nýju tækjum gefst kostur á aðgerð án svæfingar og því mun minna inngripi fyrir skjólstæðinga kvennadeildarinnar sem geta nú farið heim strax að lokinni speglun.


Tímasetning og staðsetning

Hlaupið verður ræst fimmtudaginn 30. maí, kl. 18 við Braggann í Nauthólsvík og verður hlaupið/gengið um Fossvogsdalinn. Sameiginleg upphitun hefst kl. 17:45 við rásmarkið.


Vegalengdir
Boðið verður upp á 5 km göngu ásamt 5 km og 10 km hlaupi með flögutímatöku (Tímataka ehf).
Sjá kort af hlaupaleiðinni

Skráning og þátttökugjald
Skráningu á vefnum er opin fram að ræsingu 30. maí en einnig er hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdegi frá kl. 16.30-17.30.

Þátttökugjald í forsölu á vefnum fyrir kl. 23:59 mánudaginn 27. maí:
    • 2.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2010 og síðar)
    • 4.900 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2009 og fyrr)
Eftir það hækkar þátttökugjald í:
    • (óbreytt) 2.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2010 og síðar)
    • 5.900 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2009 og fyrr)

Afhending gagna verður í verslun Útilífs Skeifunni 11d, þriðjudaginn 28. maí og miðvikudaginn 29. maí frá kl. 11:00 til 18:00.

Afhending gagna fer einnig fram á sjálfan hlaupadaginn fimmtudaginn 30. maí kl. 16:30 - 17:30 fyrir utan Braggann Nauthólsvík.Verðlaun
Glæsileg verðlaun í boði Útilífs verða veitt fyrir 1. sæti karla og kvenna í 5 km og 10 km hlaupi auk þess sem fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna verður veitt heppnum þátttakendum úr öllum flokkum.Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

30.05.2024