Lífssporið - styrktarhlaup


Keppnishaldari

LÍF styrktarfélag
Kt. 501209-1040
Vera Víðisdóttir
Símanr.: 896 6334
lif@lifsspor.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Lífssporið 2024

LÍF styrktarfélag í góðu samstafi við Útilíf heldur götuhlaupið Lífssporið fimmtudaginn 30. maí og rennur allur ágóði af hlaupinu í söfnun fyrir nýjum hermi af kvengrind sem nýtist sem ómetanlegt þjálfunartæki fyrir lækna og læknanema. Sýnt hefur verið fram á að með góðri þjálfun með hjálp hermisins er hægt að auka hæfni og öryggi við greiningu á ýmsum vandamálum í kvenlíffærum, m.a.í snemmþungun og vegna góðkynja og illkynja sjúkdóma.


Tímasetning og staðsetning

Hlaupið verður ræst fimmtudaginn 30. maí, kl. 18 við Braggann í Nauthólsvík og verður hlaupið/gengið um Fossvogsdalinn. Sameiginleg upphitun hefst kl. 17:45 við rásmarkið.


Vegalengdir
Boðið verður upp á 5 km göngu ásamt 5 km og 10 km hlaupi með flögutímatöku (Tímataka ehf).
Sjá kort af hlaupaleiðinni

Skráning og þátttökugjald
Skráningu á vefnum er opin fram að ræsingu 30. maí en einnig er hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdegi frá kl. 16.30-17.30.

Þátttökugjald í forsölu á vefnum fyrir kl. 23:59 mánudaginn 27. maí:
    • 2.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2010 og síðar)
    • 4.900 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2009 og fyrr)
Eftir það hækkar þátttökugjald í:
    • (óbreytt) 2.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2010 og síðar)
    • 5.900 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2009 og fyrr)

Afhending gagna verður í verslun Útilífs Skeifunni 11d, þriðjudaginn 28. maí og miðvikudaginn 29. maí frá kl. 11:00 til 18:00.

Afhending gagna fer einnig fram á sjálfan hlaupadaginn fimmtudaginn 30. maí kl. 16:30 - 17:30 fyrir utan Braggann Nauthólsvík.



Verðlaun
Glæsileg verðlaun í boði Útilífs verða veitt fyrir 1. sæti karla og kvenna í 5 km og 10 km hlaupi auk þess sem fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna verður veitt heppnum þátttakendum úr öllum flokkum.



Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

30.05.2024