Lífssporið - styrktarhlaup


Keppnishaldari

LÍF styrktarfélag
Kt. 501209-1040
Vera Víðisdóttir
Símanr.: 896 6334
lif@lifsspor.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Lífssporið 2025

LÍF styrktarfélag heldur í góðu samstarfi við aðalstyrktaraðila hlaupsins Útilíf og Sjóvá, götuhlaupið Lífssporið þriðjudaginn 20. maí. 

Tímasetning og staðsetning

Hlaupið verður ræst þriðjudaginn 20. maí, kl. 18 við Braggann í Nauthólsvík og verður hlaupið/gengið um Fossvogsdalinn. Sameiginleg upphitun hefst kl. 17:45 við rásmarkið.


Vegalengdir
Boðið verður upp á 5 km og 10 km hlaupi með flögutímatöku (Tímataka ehf) ásamt 3 km göngu/skemmtiskokki án tímatöku.
Sjá kort af hlaupaleiðinni 

Hlaupið er FRÍ vottað sem gefur hlaupurum kost á að fá úrslit sín skráð í afrekaskrá.  


Skráning og þátttökugjald
Skráning á vefnum er opin fram að ræsingu 20. maí en einnig er hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdegi frá kl. 16.30-17.15.

*Allir sem skrá sig fyrir 18. maí komast í pott og eiga möguleika á að vinna glæsilegt Garmin Forerunner® 165 Music hlaupaúr.


Þátttökugjald í forsölu á vefnum fyrir kl. 23:59 sunnudaginn 18. maí:
    • 2.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2011 og síðar)
    • 4.900 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2010 og fyrr)
Eftir það hækkar þátttökugjald í:
    • (óbreytt) 2.500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2011 og síðar)
    • 5.900 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2010 og fyrr)

Afhending gagna verður í verslun Útilífs Kringlunni, laugardaginn 17. maí og sunnudaginn 18. maí frá kl: 12-16 og mánudaginn 19. maí frá kl. 11:00 til 18:00.

Afhending gagna fer einnig fram á sjálfan hlaupadaginn þriðjudaginn 20. maí kl. 16:00 - 17:00 í  Bragganum Nauthólsvík.

Verðlaun
Glæsileg verðlaun í boði Útilífs verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti karla og kvenna í 5 km og 10 km hlaupi og Sjóvá veitir tveim heppnum þátttakendum glæsileg hlaupaúr. Auk þess sem fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna verður veitt þátttakendum úr öllum flokkum.


Í ár rennur allt söfnunarfé upp í kaup á ómhermi fyrir Kvennadeild Landspítalans. Þær konur sem koma í skoðun á kvennadeild eru í dag flestar ómskoðaðar. Þannig er hægt að átta sig á umfangi ýmissa sjúkdóma, bæði góðkynja og illkynja. Þá er ómskoðun mikilvæg þegar upp koma vandamál tengt snemmþungun eða vegna legslímuflakks. Hermirinn er hugsaður sem þjálfunartæki fyrir lækna og læknanema til að ná góðum tökum á grundvallartækni í ómskoðun. Það er ómetanlegt að fá ítarlega kennslu og auka þannig hæfni og öryggi við greiningu á ýmsum vandamálum í kvenlíffærum. Það liggur í hlutarins eðli að rétt greining getur sannarlega í ákveðnum tilfellum bjargað mannslífum, sér í lagi ef næst að greina erfið tilfelli á frumstigum. Með því að taka þátt í hlaupinu í ár leggið þið okkur lið í að aðstoða Landspítalann við að verða leiðandi í þróun þeirra á ómtækninni og þeirri mikilvægu vinnu við að auka gæði og þjónustu spítalans með velferð skjólstæðinga sinna að leiðarljósi.


       




Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

20.05.2025