Emil Einarsson / Tímataka ehf
Kt. 560318-0730
Emil Einarsson
Símanr.: 8581258
emilsalfr@gmail.com
Kerlingarskarðshlaupið er 14 km langt utanvegahlaup sem fer fram á malarslóða í gegnum hið sögufræga Kerlingarskarð á Snæfellsnesi. Leiðin tengir saman suður- og norðurhluta Snæfellsness og býður upp á stórbrotna náttúru í Kerlingarskarði, þar sem kerlingin sjálf gnæfir yfir hlaupurum.
Hlaupið hefst á norðanverðu nesinu, við afleggjarann að Kerlingarskarði, og lýkur á sunnanverðu nesinu. Rásmarkið er í um 10 mínútna keyrslufjarlægð frá Stykkishólmi.
Gert er ráð fyrir rútuferðum frá íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi að rásmarki, sem og einni til tveimur drykkjarstöðvum á leiðinni.
Hlaupið hentar bæði reyndum hlaupurum og þeim sem vilja nýta það sem æfingahlaup snemma sumars, til dæmis fyrir lengri utanvegahlaup.
Skráning og keppnisgögnHægt er að skrá sig til 21. maí. Keppnisgögn eru sótt föstudaginn 22. maí og laugardaginn 23. maí í íþróttahúsinu í Stykkishólmi.
KeppnisdagurLaugardagurinn 23. maí kl. 11:00