Karlahlaup Krabbameinsfélagsins í Mottumars


Keppnishaldari

Krabbameinsfélagið
Kt. 700169-2789
Skógarhlíð 8
105 Reykjavík
Símanr.: 540-1900
krabb@krabb.is

Skráðir þátttakendur

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins í Mottumars fer fram sunnudaginn 1. mars 2020.

Hlaupið er frá Hörpu, miðstöð menningar og mannlífs og einu helsta kennileiti Reykjavíkur. Hlaupið verður ræst kl. 11:00 og hlaupið eða gengið sem leið liggur austur eftir Sæbraut og til baka, alls 5 kílómetra. Hlaupið hentar bæði reyndum hlaupurum og þeim sem kjósa að fara hægar yfir - hvað sem þátttakendur velja sér. Allur ágóði af hlaupinu rennur til Krabbameinsfélagsins. Allir þátttakendur fá sokkapar með skráningu ásamt tímatökuflögu. Allar nánari upplýsingar um hlaupið eru á mottumars.is

Skráningu lýkur kl. 10:00 sunnudaginn 1. mars 2020. Þátttökugjaldið hækkar um 1.000 kr eftir miðnætti föstudaginn 28. febrúar.

Afhending keppnisgagna fer fram á hlaupársdag, laugardaginn 29. febrúar milli kl. 13 og 15 í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 og frá kl. 9 til 10:30 á hlaupdag, í Hörpu.

Sjá nánari upplýsingar um hlaupið á mottumars.is
Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

01.03.2020
Innifalið í þátttökugjöldunum er eitt sokkapar hannað af Gunnari Hilmarssyni, yfirhönnuði Herrafataverzlunar Kormáks og Skjaldar. Hægt er að bæta fleirum sokkapörum við ef þess er óskað og kostar þá hvert par 2000,- kr. Sokkarnir eru til í fjórum stærðum: 41-45, 36-40, 31-35, 26-30 og verða afhentir fyrir hlaup.
Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.

Ég vil fá aukapör