Jökulsárhlaup 2024


Skilmálar


I. ALMENNIR SKILMÁLAR

  1. Þessir skilmálar gilda á milli þátttakanda og Jökulsárhlaups og felur skráning í hlaup á vegum Jökulsárhlaup félagasamtök í sér samþykki þátttakanda við því að hlíta skilmálunum.
  2. Jökulsárhlaup félagasamtök ber ekki ábyrgð á heilsu þátttakenda í hlaupum á vegum þess, á meðan hlaupinu stendur né í tengslum við það. Þá ábyrgist Jökulsárhlaup félagasamtök eða starfsmenn þess og samstarfaðilar ekki tjón, hvorki líkamlegt né fjárhagslegt, sem hlauparar verða fyrir vegna þátttöku í hlaupinu.
  3. Jökulsárhlaup félagasamtök er heimilt að endurskoða eða breyta skilmálum þessum vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna, s.s. náttúruhamfara eða veðurs. Verði breytingar á skilmálum verða þær tilkynntar til þátttakenda með tölvupósti.
  4. Sá aðili sem skráir fleiri en sjálfan sig í hlaupið samþykkir að vera ábyrgur fyrir að kynna skilmála hlaupsins fyrir þeim sem hann skráir. Ef þau hin sömu eru ekki tilbúin til að samþykkja skilmála hlaupsins verður skrifleg athugasemd að berast Jökulsárhlaup félagasamtök innan tveggja sólarhringa frá skráningu.
  5. Sá sem skráir sjálfan sig og aðra í hlaupið samþykkir að veitaJökulsárhlaup félagasamtök heimild til að nota skráningarupplýsingar, með þeim fyrirvara að skráning eða notkun upplýsinganna sé eðlilegur þáttur í starfsemi Jökulsárhlaups . Hér er átt við birtingu úrslita, almennar póstsendingar, tölvupóst og upplýsingar á heimasíðu hlaupsins.
  6. Persónuupplýsingar sem þátttakendur gefa upp verða meðhöndlaðar af fullum trúnaði og ekki miðlað til þriðja aðila. Allar myndir sem teknar eru af opinberum ljósmyndurumJ ökulsárhlaups af þátttakendum í hlaupum þess áskilur Jökulsárhlaup félagasamtök sér rétt til að nota í markaðs- og kynningarefni hlaupsins.
  7. Jökulsárhlaup félagasamtök gæti sent þátttakendum fáeina tölvupósta með ýmsum mikilvægum tilkynningum eins og t.d. upplýsingum um viðkomandi hlaup, breytingar á dagskrá og skráningu. Alltaf gefst kostur á að skrá sig af þeim póstlista.

II. GREIÐSLUSKILMÁLAR

  1. Í skráningarferli Jökulsárhlaup er reiknivél sem birtir verð hlaupsins í íslenskum krónum.
  2. Heildarfjárhæð þátttökugjalds sem reiknivélin gefur upp er endanlegt verð. Enginn virðisaukaskattur er lagður á þá fjárhæð.
  3. Þátttökugjöld í Jökulsárhlaupi eru ekki endurgreidd. Nánari upplýsingar inn á heimasíðu hlaupsins: http://www.jokulsarhlaup.is.
  4. Ekki er hægt að geyma þátttökugjöld hlaupa fram á næsta ár.
  5. Ef hlaupin fara ekki fram vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, veðurs o.s.frv., mun 50% af þátttökugjöld vera endurgreitt.
  6. Greiðsla fer í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun

III. Mótshaldari

Mótshaldari: Jökulsárhlaup, félag
Kt. 590608-0840
Heimilisfang: Víkingavatni 1, 671 Kópasker
Tengiliður: Hilmar Valur Gunnarsson
Netfang: jokulsarhlaup@gmail.com
Símanúmer: 8656401
Heimasíða: http://jokulsarhlaup.is

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Varnarþing Jökulsárhlaups er í Norðurþingi. Rísi upp mál vegna skráningar eða þátttöku skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.