Jarðvarmahlaup ON
Skilmálar
I. REGLUR
- Með skráningu í hlaupið samþykkja þátttakendur skilmála hlaupsins og skuldbinda sig til að lúta reglum þess. Þátttakendur skulu fara eftir þeim leiðbeiningum sem starfsmenn hlaupsins leggja til, þ.m.t. tilmæli um fatnað og búnað
- Stranglega bannað er að henda frá sér rusli, fatnaði eða búnaði á leiðinni.
- Sá sem skráir sjálfan sig og aðra í mótið samþykkir að veita mótshaldara heimild til að nota skráningarupplýsingar, með þeim fyrirvara að skráning eða notkun upplýsinganna sé eðlilegur þáttur í starfsemi mótshaldara. Hér er átt við birtingu úrslita, almennar póstsendingar, tölvupóst og upplýsingar á heimasíðu.
- Óheimilt er að þiggja utanaðkomandi aðstoð einhvers sem ekki er skráður þátttakandi í hlaupið, nema í neyðartilvikum. Það er á ábyrgð hvers þátttakanda að neita utanaðkomandi aðstoð nema um neyðartilvik sé að ræða. Það er á ábyrgð hvers þátttakanda að hlaupa ekki með utanaðkomandi hlaupara (héra). Þátttakendur mega aðstoða aðra þátttakendur með öryggi sitt og annarra í huga.
- Viðurlög: Þátttakendur sem ekki fara eftir reglum hlaupsins eiga á hættu að verða skráðir úr hlaupinu.
- Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að breyta brautinni, aflýsa hlaupinu eða færa rástíma með stuttum fyrirvara vegna veðurs eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna með öryggi þátttakenda að leiðarljósi.
II. GREIÐSLUSKILMÁLAR
- Þátttaka í viðburðinum er án endurgjalds.