HYROX mótaröðin er haldin í Crossfit Reykjavík, Faxafeni 12.
HYROX er blanda af hlaupi og stöðvum sem reyna á almennt hreysti.
Þátttakendur hlaupa 1 km, klára svo eina stöð og endurtaka leikinn átta sinnum.
Í paraflokki hlaupa báðir keppendur öll átta hlaupin en skipta hinum æfingunum á milli sín að vild.
Við hvetjum vini og fjölskyldur til þess að mæta og hvetja sína keppendur áfram frá upphafi til enda þar sem það skapar mikla stemmningu.
HYROX er fyrir fólk á öllum getu stigum. HYROX ER FYRIR ALLA.