HYROX paramótið - september 2024


Keppnishaldari

CFR / Tímataka ehf
Kt. 560318-0730

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
HYROX paramót


HYROX paramótið verður haldið laugardaginn 21. september í Crossfit Reykjavík, Faxafeni 12 í samstarfi við AIR.

  • Keppnin hefst kl 13:00
  • Keppt verður einungis í pörum
  • Fyrstu 20 lið sem skrá sig fá veglegan gjafapoka frá AIR
  • Forskráningarverð: 5.000 kr. á lið (forskráning til 6. september)
  • Almennt verð: 7.000 kr. á lið (frá 7. september til miðnættis 17. september)
  • Hvetjum sem flesta til að skrá sig
  • Keppt verður í eftirfarandi flokkum : Kvenna, Karla og blönduð lið
  • Vegleg verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum flokki

Þyngdir eftir flokkum:
KK Pro / KK Open & KVK Pro / KVK Open. Blönduð lið nota miðju þyngdina.

Sled Push - 110 / 90 / 70 kg
Sled Pull - 90 / 70 / 50 kg
Farmers Carry - 2x 32 / 24 / 16 kg
Lunges - 32,5 / 22,5 / 12,5 kg
Wall Ball - 20 / 14 / 10 lbs 10 / 9-ft.

Gagnaafhending fer fram í AIR Smáralind dagana 19. og 20. september. Mikilvægt er að liðin sæki gögnin sín til að hægt sé að klára skráningu og skrá rástíma.

Liðin eru hvött til að mæta 45-60 mínútum fyrir rástíma eða nógu tímanlega til að hita vel upp

Liðin eiga að vera mætt á ráslínu 5 mín. fyrir sinn rástíma og þar er farið yfir brautina með liðunum. Liðin bera ábyrgð á vera mætt á ráslínu á réttum tíma

HYROX er blanda af hlaupi og stöðvum sem reyna á almennt hreysti. Þátttakendur hlaupa 1 km, klára svo eina stöð og endurtaka leikinn átta sinnum. Í paraflokki hlaupa báðir keppendur öll átta hlaupin en skipta hinum æfingunum á milli sín að vild.



Upplýsingar um keppanda




Keppnisgreinar

21.09.2024