Í áttunda sinn verður haldið utanvegarhlaup í Mývatnssveit, frá Dimmuborgum að Jarðböðunum við Mývatn þann 29. maí 2026.
Hlaupið hefst stundvíslega kl 18:00. Leiðin er 9,4 km löng og hefst á bílastæðinu við innganginn í Dimmuborgir. Leiðin er merkt alla leið með gulum fánum og stikum svo vinsamlegast fylgið þeim. Í hlaupinu er farinn stór partur af “kirkju-hringnum” og liggur leiðin til austurs í gegnum gataklettinn, meðfram Hverfjalli/felli, yfir hraunið að Grjótagjá og þaðan upp að Jarðböðunum við Mývatn. Vinsamlegast kynnið ykkur leiðina hér: https://www.strava.com/routes/18016416
Allir fá svo frítt í Jarðböðin við Mývatn, gefið ykkur fram í afgreiðslunni, þau verða með nafnalista. Baðið má nýta hvenær sem er 29. maí - 31. maí.
ATH. Fólksflutningur frá Jarðböðunum að Dimmuborgum er EKKI innifalin. Hægt er að kaupa sér rútumiða frá Jarðböðunum að Dimmuborgum, brottför rútunnar er kl. 16:45. Rútumiðinn kostar 2000 kr. og aðeins er hægt að kaupa hann um leið og miðar í hlaupið eru keyptir.
Þátttökugjald: 9.900kr
Dagskrá:
16:00 - Mæting í Kaffi Borgir. Skráning opnar.
18:00 - Hlaup ræst. Hefst við inngang í Dimmuborgir (á bílastæði).
Úrslit og verðlaun
Úrslit verða birt í rauntíma auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara. Úrslit fyrir verðlaunasæti eru staðfest við verðlaunaafhendingu en að öðru leyti telst birting úrslita á timataka.net sem lögleg birting á úrslitum.
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu 3 sæti í karla og kvennaflokki
AnnaðKynnið ykkur svo dagskrá helgarinnar inni á
www.myvatnmarathon.com og gisti, matar og afþreyingarmöguleika inni á
www.visitmyvatn.is.