Hólmsheiðarhlaupið


Keppnishaldari

UltraForm ehf.
Kt. 560320-1160
Maríubaugi 103
Reykjavik
Sigurjón Ernir Sturluson og Jóna Hildur
Símanr.: Sigurjón 662-1352 / Hildur 694-3571
ultraform@ultraform.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Hólmsheiðarhlaup UltraForm og Fram 2025
Hólmsheiðarhlaup Almenningsíþróttadeild Fram og UltraForm er haldið í fjórða skiptið fimmtudaginn 26. júní. Hlaupið er utanvegahlaup, en haldið á höfuðborgarsvæðinu og er því aðgengilegt fyrir alla sem vilja prófa utanvegahlaup. Hlaupið (22 km) gefur ITRA stig og er því viðurkennt sem forhlaup fyrir Laugavegshlaupið. Ræst verður í 2-3 ráshollum í 10. og 22 km.

Staðsetning og tímasetning

Hlaupið verður ræst hjá Guðríðarkirkju að Kirkjustétt 8 í Grafarholti fimmtudaginn 26. júní. 

Rástímar eru eftirfarandi:
  • 22 km ræstir kl. 17:30
    • Fyrsta rásholl 17:30 (hlauparar sem eiga 30-45 min í 10 km)  svo seinna rásholl 17:35 (+45 min í 10 km)
  • 10 km ræstir kl. 18:30 
    • Fyrsta rásholl 18:30 (35-45 min) - annað rásholl 18:35 (45-60 min) og loks síðasta 18:40 (+60 min)
  • 6 km ræstir kl. 18:50
    •  Allir ræstir á sama tíma

Drykkjarstöðvar

6 km hlaup - Engin drykkjarstöð
10 km hlaup - 1 drykkjarstöð í 4-5 km
22 km hlaup - 1 drykkjarstöð í 11-12 km (þessa stöð má bara nota einu sinni og ekki er leyfilegt nota 10 km drykkjastöðina út af ITRA reglum).

Aldurstakmörk

15 ára aldurstakmark er í hlaupinu og ef yngri keppendur vilja hlaupa í fylgd með fullorðnum/forráðamönum þá er það leyfilegt. 


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

26.06.2025