Hólmsheiðarhlaup UltraForm og Fram 2025
Hólmsheiðarhlaup Almennings íþróttadeild Fram og UltraForm er haldið í fjórða skiptið fimmtudaginn 26. júní. Hlaupið er utanvegahlaup, en haldið á höfuðborgarsvæðinu og er því aðgengilegt fyrir alla sem vilja prófa utanvegahlaup.
Allar vegalengdir gefa ITRA stig og er því viðurkennt sem forhlaup fyrir Laugavegshlaupið.
Endurgeiðslur leyfðar viku frarm að hlaupi, til 19.júní - senda þar tölvupóst á ultraform@ultraform.is
Nafnabreytingar leyfðar fram að hlaupi - það er gert undir mín skráning á þessarri síðu
Staðsetning og tímasetning
Hlaupið verður ræst hjá Guðríðarkirkju að Kirkjustétt 8 í Grafarholti fimmtudaginn 26. júní.
Rástímar eru eftirfarandi:
- 22 km ræstir kl. 17:30
- Fyrsta rásholl 17:30 (hlauparar sem eiga 30-45 min í 10 km) svo seinna rásholl 17:35 (+45 min í 10 km)
- 10 km ræstir kl. 18:30
- Fyrsta rásholl 18:30 (hlauparar sem eiga 30-50 min í 10 km) - annað rásholl 18:35 (50-70 min) og loks síðasta 18:40 (+70 min)
Afhending hlaupanúmera
- Hlaupanúmer afhent 24.júní þriðjudag í Sportvörum 11:30-17:00 (Dalvegi 32) - 25% afsláttur af hlaupafatnaði og skóm fyrir þá sem mæta á staðinn + verðsprengjur
- Á hlaupadag í Guðríðarkirkju frá kl.16:00 fram að hlaupi (Kirkjustétt 8)
Drykkjarstöðvar
6 km hlaup - Engin drykkjarstöð
10 km hlaup - 1 drykkjarstöð í 5 km
22 km hlaup - 1 drykkjarstöð í 12 km (þessa stöð má bara nota einu sinni og ekki er leyfilegt nota 10 km drykkjastöðina út af ITRA reglum).
Nafnabreytingar
Leyðar fram að hlaupi - hlauparinn gerir sjálfur í gegnum ''mín skráning'' á þessarri síðu
Leiðirnar
________________
__________

Aldurstakmörk
15 ára aldurstakmark er í hlaupinu og ef yngri keppendur vilja hlaupa í fylgd með fullorðnum/forráðamönum þá er það leyfilegt.