Hlaupin þrjú hefjast á göngustígnum gegnt íþróttahúsinu á Strandgötu í Hafnarfirði og hefjast hlaupin stundvíslega kl. 19:00 eftirfarandi daga:
Aðeins er tekið við forskráningu á netinu. Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum eins og ef um venjulegt hlaup væri að ræða. Forskráningu fyrir hvert hlaup lýkur kl. 18.45 á fimmtudeginum á síðasta hlaupadeginum í viðkomandi mánuði.
Tímatökuflögur verða afhentar í íþróttahúsinu á Strandgötu á hlaupadegi milli kl.17:30 - 18:45. Þátttakendur er vinsamlegast beðnir um að virða þau tímamörk. Án flögu fæst enginn tími. Flagan er aftan á rásnúmerinu og skal rásnúmerið vera fest framan á keppanda og vera vel sýnilegt. Markklukka verður í rásmarki.
Hraðastjórar verða í boði en þeir munu hlaupa á 20 mín, 25 mín og 30 mín.
Hlaupið er frá upphafspunkti (stígur gegnt íþróttahúsinu á Strandgötu), eftir göngustígnum meðfram strandlengju Hafnarfjarðar til norðurs áfram Herjólfsbraut, beygt til vinstri inn Naustahlein og þaðan aftur inn á Herjólfsbraut og til baka sömu leið.
Partur af hlaupaleiðinni er á götu og eru þátttakendur beðnir um að taka tillit til þess og sýna varúð. Brautargæsla verður á hlaupaleiðinni og við gatnamót þar sem að lokað verður fyrir umferð.
1 km, 2 km, 3 km og 4 km keilur verða staðsettar á hlaupaleið.
Hlaupaleiðin er mæld af löggildum mælingamönnum.
Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér hlaupaleiðina vel.
Salernisaðstaða er í íþróttahúsinu á Strandgötu og þar er einnig hægt að geyma fatnað. Athugið að engin ábyrgð er tekin á fatnaði eða öðru sem skilið er eftir í íþróttahúsinu né á hlaupleiðinni.
Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum karla og kvenna;
Samanlagður stigafjöldi í heildarúrslitum og aldursflokkum í öllum hlaupunum þremur gildir.
Séu þátttakendur jafnir að stigum eftir þrjú hlaup eru það úrslit í síðasta hlaupi (mars-hlaupi) sem skera úr um sætaröðun í stigakeppninni.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í karla og kvennaflokki óháð aldursflokki eftir hvert hlaup og fer verðlaunaafhending fram í íþróttahúsinu á Strandgötu strax að loknu hlaupi.
Verðlaunaafhending fyrir hlaupaseríuna fer svo fram á lokahófi sem haldið verður í Kaplakrika (dags. auglýst síðar).
Þar verða heildarsigurvegarar fyrir hlauparöðina í karla- og kvennaflokki verðlaunaðir fyrir samanlagðan árangur í öllum þremur hlaupunum auk þess að verðlaunað verður fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum aldursflokki karla og kvenna.
Einnig verða dregin út glæsileg útdráttarverðlaun þar sem möguleikarnir fara eftir fjölda hlaupa þátttakanda;
Hægt er að fylgjast með hlaupinu á Facebook síðu hlaupsins.
Þátttakendur fá frítt í sund að hlaupi loknu í Suðurbæjarlaug (Hringbraut 77)