Háskólahlaupið 2025

Íslenska English

Keppnishaldari

Háskóli Íslands
Kt. 600169-2039
haskolahlaupid@hi.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Háskólahlaupið 2025

Háskólahlaupið fer fram í nágrenni háskólasvæðis Háskóla Íslands miðvikudaginn 2. apríl 2025 kl. 15. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum Háskólans.

 

Hlaupaleiðin

Boðið er upp á tvær vegalengdir, 7 km og 3 km. Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri. Sjö kílómetra leiðin hefst eins og þriggja kílómetra leiðin en liggur svo út eftir göngustíg á Ægisíðu, til baka stíginn, í kringum byggðina í Skerjafirði, út að Reykjavíkurflugvelli og svo er endað alveg eins og á þriggja kílómetra leiðinni.

Þriggja kílómetra leiðin

A map of a city

AI-generated content may be incorrect.

Sjö kílómetra leiðin


Skráningargjald

Skráningargjald er 3.500 kr. Innifalið í gjaldinu er íþróttabolur merktur Háskólahlaupinu.

Skráningu lýkur Hlaupadag, þann 2. apríl, kl. 13:00.



Á keppnisdag
Afhending keppnisgagna fer fram í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands á keppnisdag, 2. apríl, milli kl. 12 og 14.30. Hlaupið verður svo ræst kl. 15 í skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu.
Brautarverðir verða á hlaupaleiðunum tveimur.
Verðlaunaafhending og veitingar verða strax að hlaupi loknu í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands.

Keppnishaldari
Háskóli Íslands
Kt. 600169-2039
Símanr.: +354 525 4000
haskolahlaupid@hi.is



Upplýsingar um keppanda



Keppnisgreinar

02.04.2025