Hafnarfjarðarhlaupið 2024


Keppnishaldari

Frjálsíþróttadeild F.H.
Kt. 681189-1229
Kaplakrika
220 Hafnarfirði
Sveinn Bjarki Þórarinsson
Símanr.: 789-2757
sveinn@arkitekt.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Hafnarfjarðarhlaupið verður haldið í annað skipti fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00. Hlaupin verður ný frábær leið frá miðbænum um íbúða- og atvinnusvæði hafnarinnar. Hafnarfjarðarhöfn og Eimskip opna sérstaklega tollsvæði til að búa til möguleika á einni hröðustu götuhlaupabraut landsins. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km. Hlaupið er haldið af Frjálsíþróttadeild FH í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, Fjarðarkaup, Nike og fleiri styrktaraðila.

Hafnarfjarðarhlaupið er eitt af fáum götuhlaupum á Íslandi þar sem sannarlega er hlaupið á götum en helstu leiðum um miðbæinn verður lokað fyrir umferð á meðan hlaupinu stendur. Kynnt er til leiks ný hlaupaleið sem er marflöt og gerir hlaupið frábært fyrir bætingar en á sama tíma mjög aðgengilegt fyrir þá sem eru að hefja hlaupaferilinn. Hver hringur er 5 km og þátttakendur í 10 km hlaupi hlaupa tvo hringi. 

Sigurvegarar karla og kvenna í 5 km og 10 km fá vegleg verðlaun frá Nike og Sign. Sigurvegarar í aldursflokka fá viðurkenningu. Heppnir þátttakendur frá útdráttarverðlaun. Öllum þátttakendum verður boðið í sund að loknu hlaupi.

Leiðarlýsing

Ræst er á Strandgötu við Thorsplan. Hlaupið er eftir Vesturgötu og út fyrir Norðurbakkann. Þar er farið inn á Strandstíginn og Norðurbakkinn hlaupinn til baka. Við strætóskýli á móts við Íþróttahúsið er farið út á Strandgötu og hlaupið út á höfnina við Hafró. Þar er farið inn á lokað svæði Hafnarfjarðarhafnar og áfram að lokuðu athafnasvæði Eimskips. Þaðan er farið að Óseyrarbraut að Fornubúðum og Strandgatan hlaupin til baka. Við Hafnarfjarðarkirkju er beygt af hringtorgi við Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Hlaupaleiðin er marflöt í kringum höfnina í fallegasta firði landsins. Þarna verða bætingar.

Vegna götulokana verða tímamörk í 10 km 80 mínútur. Þeir sem sjá ekki fram á að ná á þeim tíma eru hvattir að skrá sig í 5 km hlaup. 

Afhending gagna

Afhending gagna fer fram í verslun Fjarðarkaupa á Hólshrauni 1 í Hafnarfirði milli 16:00 til 18:00 miðvikudaginn 5. júní og á keppnisdag fimmtudaginn 6. júní.

Þátttakendur munu fá hlaupanúmer með tímatökubúnaði sem ekki má beygla, en þá gæti tímatökubúnaðurinn eyðilagst. Til að fá frítt í sund um kvöldið þurfu hlauparar að sýna hlaupanúmerið sitt.


Nánari upplýsingar

Facebook síða hlaupsins: Hafnarfjarðarhlaupið




Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

06.06.2024