Hafnarfjall Ultra


Keppnishaldari

Hlaupahópurinn Flandri / Tímataka ehf.
Kt. 560318-0730
Stefán Gíslason
Símanr.: 8620538
stefan@environice.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Hafnarfjall Ultra er utanvegahlaup sem ræst verður í fyrsta sinn í Borgarnesi laugardaginn 28. júní 2025. Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur að hlaupinu, en hópurinn hefur um árabil staðið fyrir Flandrasprettum, sem eru 5 km götuhlauparöð sem haldin er mánaðarlega yfir vetrarmánuðina.

Þátttakendur í Hafnarfjall Ultra geta valið milli fjögurra vegalengda:

  1. Hafnarfjall Tindur 14,4 km, 912 m hækkun
  2. Hafnarfjall 7 tindar 22,7 km, 1.377 m hækkun
  3. Hafnarfjall 7 tindar og dalir 33,0 km, 2.453 m hækkun
  4. Hafnarfjall fjölskylduhlaup 2,3 km, 167 m hækkun

Þrjú lengri hlaupin eru ræst við Menntaskóla Borgarfjarðar, við hliðina á Nettóversluninni í Borgarnesi – og enda á sama stað. Fjölskylduhlaupið er hins vegar ræst á malarvegi við rætur Hafnarfjalls.

Dagskrá hlaupadags

  • Kl. 10:00 Start: Öll lengri hlaupin við Menntaskóla Borgarfjarðar (MB)
  • Kl. 10:30 Start: Fjölskylduhlaup við drykkjarstöð neðan við Hafnarfjall
  • Kl. 10:45 Von á fyrstu keppendum í fjölskylduhlaupinu í mark við drykkjarstöðina
  • Kl. 11:30 Von á fyrstu keppendum í „Hafnarfjall Tindur“ í mark við MB
  • Kl. 12:20 Von á fyrstu keppendum í „Hafnarfjall 7 tindar“ í mark við MB 
  • Kl. 13:30 Von á fyrstu keppendum í „Hafnarfjall 7 tindar og dalir“ í mark við MB 
  • Kl. 16:30 Marki lokað
  • Verðlaun í öllum vegalengdum verða afhent í MB þegar þrír fyrstu keppendur eru komnir í mark.

Þátttökugjald

  • Hafnarfjall Tindur 14,4 km - 7.000 ISK
  • Hafnarfjall 7 tindar 22,5 km - 9.000 ISK
  • Hafnarfjall 7 tindar og dalir 33,0 km - 11.000 ISK
  • Hafnarfjall fjölskylduhlaup 2,3 km - 2.000 ISK

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Tímataka og númer (Tímataka verður með flögum (https://timataka.net))
  • Brautar- og öryggisgæsla
  • Drykkir og næring á drykkjarstöðvum og í marki
  • Salernisaðstaða við rásmark og endamark lengri hlaupanna
  • Verðlaun fyrir 3 efstu karla og konur

Afhending gagna

Hlaupagögn verða afhent í versluninni Fætur toga, Höfðabakka 3, Reykjavík fimmtudaginn 26. júní  kl. 13:00-18:00 og í Menntaskóla Borgarfjarðar (Hjálmakletti) í Borgarnesi föstudaginn 27. júní kl. 13:00-18:00. Einnig verður opið fyrir afhendingu gagna í menntaskólanum á laugardagsmorgninum til kl. 9:30.

Tímamörk

Hafnarfjall 7 tindar og dalir (33,0 km): 6:30 klst.
Ekki eru tímamörk í öðrum hlaupum dagsins.

Aldurstakmark

18 ár í þrjú lengstu hlaupin.

Skyldubúnaður (fyrir tvö lengstu hlaupin)

  • Margnota drykkjarmál
  • Fullhlaðinn farsími
  • „Trakk“ af leiðinni í hlaupaúri eða í síma (tenglar verða sendir út fyrir hlaup)
  • Álteppi
  • Flauta
  • Húfa/buff og hanskar
Keppnisstjóra er heimilt að bæta við skyldubúnaði ef veðurspá gefur tilefni til. Slíkt verður þá tilkynnt hlutaðeigandi hlaupurum í síðasta lagi kvöldið fyrir hlaup.

Drykkjarstöðvar

Fjórar drykkjarstöðvar verða á lengstu leiðinni, þrjár á þeirri næstlengstu og tvær í „Hafnarfjall Tindur“. Auk þess verður boðið upp á hressingu við endamark. Drykkjarstöðin á malarveginum við rætur Hafnarfjalls er sameiginleg öllum fjallaleiðunum, bæði snemma í hlaupunum (3,9 km) og á bakaleiðinni (10,5/18,8/29,1 km). Drykkjarstöðin í Tungudal/Grjóteyrardal (14 km) nýtist á báðum lengri fjallaleiðunum og á lengstu leiðinni verður einnig drykkjarstöð neðst í Hafnardal (22,5 km). Á drykkjarstöðvunum verður a.m.k. boðið upp á vatn og orkudrykk (FIXX kolvetnadrykk). Engin pappa- eða plastmál verða þar til staðar, heldur verða hlauparar að koma með fjölnota glös til að geta fengið drykki.

Brautarvarsla og merkingar

Allar leiðir verða merktar á áberandi hátt, auk þess sem hluti hlaupaleiðarinnar á fjöllunum fylgir merktri gönguleið. Brautarvarsla verður á mikilvægustu stöðum, svo sem þar sem leiðir skilja. Þá verða tímatökuhlið á toppum Hafnarfjalls og Tungukolls. Vegna öryggis og brautarvörslu er mikilvægt að allir hlauparar hlaupi í gegnum hliðin.

Gerðar verða sérstakar ráðstafanir til þess að hlauparar verði ekki í hættu vegna bílaumferðar á Borgarfjarðarbrúnni.

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokkum. Auk þess verða veitt vegleg útdráttarverðlaun.

ITRA/UTMB-stig

Lengsta hlaupið gefur tvo ITRA-punkta og 22,5 km hlaupið gefur einn ITRA-punkt. Öll hlaupin gefa ITRA-stig.

Varúð

  • Gæta þarf sérstakrar varúðar vegna umferðar þegar hlaupið er yfir Borgarfjarðarbrúna.
  • Hlauparar á leið upp Hafnarfjall þurfa að víkja vel til hægri þegar þeir mæta hlaupurum á niðurleið.
  • Hlaupin henta ekki lofthræddum.

Aðalstyrktaraðili

Verslunin Fætur toga er aðalstyrktaraðili Hafnarfjalls Ultra. Við skráningu gefst keppendum kostur á að kaupa öryggistösku frá versluninni með 30% afslætti (3.490 kr., fullt verð 4.990 kr.) Í töskunni er allur helsti öryggisbúnaður fyrir fjallahlaup, þ.m.t. álteppi og öryggisflauta (sjá hér). Taskan verður afhent með hlaupagögnum dagana fyrir hlaup.

Nánari upplýsingar


Enn nánari upplýsingar:
Kristinn Óskar Sigmundsson, kiddo1@simnet.is, 852 2203
Stefán Gíslason, stefan@environice.is, 862 0538




Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

28.06.2025