Skráning: Globeathon hlaupið 2019


LÍF styrktarfélag og Krabbameinsfélag Íslands halda sitt sjöunda Globeathon hlaup 8. september.

Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum og rennur allur ágóði af hlaupinu beint til málefnisins. Bæði hefur verið keyptur búnaður fyrir kvenlækningadeild kvennadeildar en deild 11B hefur einnig notið góðs af hlaupinu en þangað fara krabbameinssjúklíngar í lyfjameðferð.

Bláa lónið, Jónar transport og Te og kaffi eru aðalstyrktaraðilar hlaupsins.

Tímasetning og staðsetning
Hlaupið verður ræst sunnudaginn 8. september, kl 11 við Nauthól og verður hlaupið/gengið um Fossvogsdalinn. Sameiginleg upphitun hefst kl. 10:45 við rásmarkið.

Vegalengdir
Boðið verður upp á 5 km göngu ásamt 5 km og 10 km hlaupi með flögutímatöku (Tímataka ehf).
Sjá kort af hlaupaleiðinni

Skráning og þátttökugjald
Skráningu á vefnum og á staðnum líkur 8. september klukkan 10:30.

Þátttökugald í forsölu á vefnum fyrir kl. 23:59 föstudaginn 6. september:

  • 1.000 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2005 og síðar)
  • 2.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2004 og fyrr)

Eftir það hækkar þátttökugjald í:
  • (óbreytt) 1.000 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2005 og síðar)
  • 3.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2004 og fyrr)

Afhending gagna verður í Kringlunni laugardaginn 7. september frá kl 13:00 til 18:00.
Afhending gagna fer einnig fram á sjálfan hlaupadaginn sunnudaginn 8. september kl. 9:30 - 10:45 fyrir utan Nauthól.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti karla og kvenna í 5 km og 10 km hlaupi auk þess sem fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna verða veitt heppnum þátttakendum úr öllum flokkum.

Facebook síða Globeathon-Ísland

Viðburður haldinn af:
LÍF styrktarfélag
kt. 501209-1040
Pósthólf 70
270 Mosfellsbær
Símanúmer: +354 833 3330 ( Kolbrún Björnsdóttir )
lif@lifsspor.is

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu

Afhending keppnisgagna er milli kl. 09:30 og 10:45 fyrir utan Nauthól. Ennig er hægt er að skrá sig á staðnum.