Hlaupaleiðin

10 km hlaupið er framkvæmd samkvæmt reglum Frjálsíþróttasambands Íslands og viðurkennt af sambandinu til skráningar úrslita á afrekaskrá. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum World Athletics.

Rásmark í 3 km og 10 km er á syðri akrein Sæbrautar fyrir framan Hörpuna. Í 3 km hlaupinu er hlaupið austur Sæbraut 1,5 km og snúið við til baka að Hörpunni. Endamarkið er á planinu fyrir framan Hörpuna. Í 10 km hlaupinu er hlaupið eftir syðri akrein austur að Holtavegi. Við Holtaveg er tekinn snúningur á akreininni og sama akrein hlaupin áfram að gatnamótum Sæbrautar og Sægarða, en þar er skipt yfir á norður akreinina í átt að Hörpu. Tekin er lykkja niður í Klettagarða og aftur upp á nyrðri akrein Sæbrautar áfram í mark við Hörpuna.

Kílómetrar og beygjur eru vel merkt með keilum, flöggum og umferðarmerkjum. Starfsmenn hlaupsins munu vakta alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér leiðina vel, m.a. hér á síðunni og í Hörpunni á keppnisdegi.