Hleðsluhlaupið 2024


Keppnishaldari

Almenningsíþróttadeild Víkings
Kt. 481210-0620
María Helen
Símanr.: 697 7733
almennings@vikingur.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Hleðsluhlaupið
Hleðsluhlaupið verður haldið fimmtudaginn 29. ágúst við Víkina í Fossvogi í tólfta sinn. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km og hefst hlaupið kl. 19:00. Hlaupið hét áður Fossvogshlaupið og hefur verið haldið árlega frá 2011 til 2019, svo var haldið 10 ára afmælishlaup 2022 sem var valið götuhlaup ársins 2022. Í ár verða í fyrsta sinn verða veitt peningaverðlaun fyrir efstu sætin í báðum vegalengdum og í lok hlaups er boðið upp á veglegt kökuhlaðborð í Víkinni.

Vegalengdir
5 og 10 km með tímatöku. Vegalengdir eru löglega mældar og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Hlaupaleiðin er hringur í Fossvogsdalnum. Einn hringur er 5 km og tveir hringir eru 10 km. Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km og eftir hlaup fyrir alla þátttakendur. Allir hlauparar sem náð hafa 12 ára aldri eru velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir.


Tími og staðsetning
Hlaupið fer fram í Fossvogi fimmtudaginn 29. ágúst kl. 19:00. Hlaupið er frá Víkinni, félagsheimili Víkings, Traðarlandi 1. Vinsamlegast mætið tímanlega.

Þátttökugjald og skráning
Forskráning er opin á netskraning.is fram að hlaupi þann 29. ágúst en einnig fer skráning fram á keppnisdegi í Víkinni frá kl. 16.00-18.00.

Verð í forskráningu fyrir miðnætti 30. júní
2.500 kr,- fyrir 19 ára og eldri (f. 2005 og fyrr)
1.000 kr,- fyrir 12-18 ára (f.2006 - 2012).
Verð í forskráningu fyrir miðnætti 28. ágúst
3.000 kr,- fyrir 19 ára og eldri (f. 2005 og fyrr)
1.500 kr,- fyrir 12-18 ára (f.2006 - 2012).
Skráning á hlaupadegi
4.000 kr,- fyrir 19 ára og eldri (f. 2005 og fyrr)
2.000 kr,- fyrir 12-18 ára (f.2006 - 2012).

Listi yfir skráða þátttakendur er hér á síðunni.

Afhending hlaupagagna
Hlaupagögn verða afhent í íþróttasalnum í Víkinni á hlaupadegi, fimmtudaginn 29. ágúst frá kl. 16.00 - 18.30.

Verðlaun
Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í karla - og kvennaflokki í báðum vegalengdum þar sem 1. sæti hlýtur 50.000 kr., 2. sæti 40.000 kr. og 3. sæti 30.000 kr.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki í báðum vegalengdum og dreginn út fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna.
Verðlaunaafhending fer fram í íþróttasalnum í Víkinni að hlaupi loknu.

Aldursflokkar
Úrslit verða birt sem heildarúrslit og eftir aldursflokkum:
  • 12-18 ára
  • 19-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60-69 ára
  • 70 ára og eldri
Salerni og fatageymsla
Salerni og fatageymsla (vaktað) er í tengibyggingu við íþróttasalinn. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði eða öðrum munum og ekki heldur á hlaupaleiðinni.

Almennar upplýsingar
Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið upp á hressingu og veitingar í íþróttasalnum í Víkinni. Þátttakendur eru hvattir til að sameinast í bíla og nota almenningssamgöngur. Þeir sem búa næst svæðinu eru beðnir um að skilja bílinn eftir heima. Bílastæði eru í Stjörnugróf, stæði austan við Víkina og við Fossvogsskóla. Athugið að bílastæði vestan við Víkina verða lokuð vegna hlaupsins frá kl. 16.00. Traðarlandi verður lokað fyrir umferð frá kl. 18.45 og þar til síðasti hlaupari er komin í mark (um kl. 20.30)

Skipuleggjendur
Almenningsíþróttadeild Víkings, netfang: almennings@vikingur.is
Hlaupastjóri: María Helen Eiðsdóttir, sími 697-7733

Við erum á Facebook - Endilega deilið, fylgist með og „lækið".

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

29.08.2024