Flögusala / Flöguleiga


Seljandi

Tímataka ehf
Kt. 560318-0730
Brautarholti 7
400 Ísafirði
Helgi / Birgir
Símanr.: 865-5194 / 858-7373
timataka@timataka.net



Skilmálar

Leiga og sala á ProChip tímatökuflögum
Þrjár leiðir eru í boði fyrir keppendur á mótum þar sem notast er við ProChip tímatökuflögur.
  1. Eignaflaga - Þú færð þína eigin flögu sem hægt er að nota í flestum hjólreiðakeppnum og þríþrautum hérlendis. Einnig er hægt að nota þær í keppnum á norðurlöndunum og víðar.
  2. Langtímaleiga - Leiga yfir eitt keppnistímabil.
  3. Leiga fyrir stakt mót - Bundið við hvert mót. Flagan afhent á keppnisstað.
Í vörulistanum hér að neðan er að finna nánari upplýsingar.
Keppendur með leiguflögur bera sjálfir ábyrgð á því að skila þeim eftir keppnis/leigutímabilið og verður tekið á móti þeim í marki þar til 15 mínútum eftir að síðasti keppandi skilar sér í mark. Innheimt verður vanskilagjald (18.600 kr) ef flagan skilar sér ekki innan 5 virkra daga.

Meðferð flaga

Flagan fer í gang við hreyfingu og því er best að geyma hana á vísum stað milli keppna fjarri tækjum sem mynda sterkt segulsvið svo sem hátölurum. Áður en haldið er á ráslínu skal skanna flöguna á þar til gerðu svæði til að tryggja að hún virki og sé skráð á réttan keppanda. Flagan er því ekki vel geymd í bílnum eða á hjólinu.

Upplýsingar um keppanda

Forráðamaður / Ábyrgðaraðili
Fyrir aðila undir 16 ára aldri þá þarf að gefa upp nafn á ábyrgðaraðila sem ábyrgist skil á flögunni.

Veldu vöru