Fljótamót 2019

Upplýsingar um greiðsluskilmála og almenna skilmála


Greiðslur og mótsgjald: Allar greiðslur fara í gegnum greiðslusíðu Borgunar og tekið er á móti Visa og Mastercard kortum. Ef þátttaka er skráð fyrir 16. mars er þátttökugjald 3000 ISK fyrir fullorðna og 1500 ISK fyrir börn. Þáttökugjald hækkar í 4000 ISK fyrir fullorðna og 2000 ISK fyrir börn tveimur vikum fyrir mót, eða frá og með 31. mars.

Bókanir: Um leið og kaupandinn hefur lokið við kaup á miðum mun hann fá sent bókunarform með öllum upplýsingum um bókunina. Nauðsynlegt er að prenta þetta blað út og hafa meðferðis þegar keppnisnúmer eru sótt til sönnunar um að miðar hafi verið pantaðir á netinu og að greitt hafi verið fyrir þá.?

Afbókunarskilmálar: Þáttökugjald er ekki endurgreitt ef hætt er við þátttöku.

Breytingar á bókunum: Ef þátttakendur óska eftir að breyta vegalengdum þá er hægt að senda beiðni um það á ferdafelagfljota@gmail.com

Keppni aflýst eða breytt: Ef svo ólíklega vill til að fella þurfi gönguna niður fyrirfram hefur mótshaldari heimild til að halda eftir 50% af skráningargjaldinu til að mæta kostnaði við mótshaldið. Ef gangan er færð til á sama degi eða til næsta dags er ekki um endurgreiðslu að ræða. Ef ákveðið er að halda göngunna á öðrum stað á sama tíma, eða að keppni verði hætt og hún haldin síðar, eða ef hún er flutt á annan stað á öðrum tíma eða hún stytt, verður þátttökugjald ekki endurgreitt. Ef göngunni er aflýst daginn sem að keppnin á að fara fram vegna veðurs eða af öðrum „force major“ aðstæðum, heldur mótshaldari skráningargjöldunum.

Almennir skilmálar: Ferðafélag Fljóta áskilur sér þann rétt að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við Ferðafélag Fljóta ferdafelagfljota@gmail.com eða í síma 862-8781.