Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára.
Mótsgjöld:
Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 1.500 kr
5-10 km fullorðnir 3.000 kr ef skráð er fyrir 27. mars annars 5.000 kr
20 km fullorðnir 4.000 kr ef skráð er fyrir 27. mars annars 6.000 kr
Hámarksfjöldi: 150 þáttakendur
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happadrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening.