Fljótamót 2024


Keppnishaldari

Ferðafélag Fljóta
Kt. 510314-1150
Brúnastaðir
570 Fljót
Björn Z. Ásgrímsson
Símanr.: 897 4979
ferdafelagfljota@gmail.com

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Fljótamótið 29. mars 2024
Hámarksfjöldi keppenda er 140 – Fyrstur kemur fyrstur.
Skráning fer aðeins fram hér þessari síðu og lýkur 28. mars.

Keppnin:
Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. 
Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. 
Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. 

Mótsgjöld
    • Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 2.500 kr
    • 5-10 km fullorðnir 5.000 kr
    • 20 km fullorðnir 6.000 kr

Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happdrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.

Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði

Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:00 – 12:00


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

29.03.2024