Fjölskylduhlaup TM og FRÍ 2025


Keppnishaldari

Frjálsíþróttasamband Íslands
Kt. 560169-6719
fri@fri.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Frjálsíþrótta­sam­band Íslands og TM munu halda fjöl­skyldu­hlaup laugardaginn 24. maí. 

FRÍ og TM hafa sett saman fallega fjölskylduleið sem börn og fjölskyldur geta hlaupið saman og gert sér glaðan dag.

Fjölskylduleiðin er um 1500 m skógarhringur í Elliðaárhólmanum. 

Þátttaka stendur öllum til boða og er gjaldfrjáls. Mikilvægt er að skrá börnin til þátttöku, en ekki þarf að skrá þann fullorðna sem hleypur með þeim.

Öll börn fá þátttökuglaðning eftir hlaup.

VÆB strákarnir mæta á svæðið og taka nokkur lög og stýra upphitun. Upphitunin hefst klukkan 11.

Hlaupið hefst svo klukkan 11:15

Forskráningu lýkur klukkan 18:00 þann 23. maí.

Nánari upplýsingar um hvar verður hægt að nálgast númer fyrir hlaupið koma hér inn fljótlega og eins verður sendur tölvupóstur á skráða þátttakendur með þeim upplýsingum.


Upplýsingar um keppanda

Keppnisgreinar

24.05.2025