Frjálsíþróttadeild Fjölnis
Kt. 631288-7589
Egilshöll
112 Reykjavík
fjolnishlaupid@fjolnir.is
Fjölnishlaup OLÍS verður ræst í 37. sinn á Uppstigningardag 29. maí klukkan 11:00 frá íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi við Dalhús.
Uppstigningadag fimmtudaginn 29. maí 2025, kl. 11:00
![]() |
Boðið er uppá 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk. Bæði 10 km og 5 km vegalengdirnar eru löglega mældar og eru þær vegalengdir vottaðar af FRÍ og fæst árangur því skráður í afrekaskrá.
Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í stigakeppni Gatorade Sumarhlaupanna.
10 km hlaupið verður ræst kl 11:00 frá göngustíg við Gagnveg sem er um 500 m norðaustan við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum - sjá kort. Hlaupstjóri fylgir hlaupurum að rásmarki 10 mín fyrir ræsingu.
Hlaupið verður vestur fyrir fótboltavöllinn eftir Gagnvegi og um Fjallkonuveg og þaðan beygt niður göngustíg í átt að Grafarvogi og hann hlaupinn í vesturátt. Beygt verður inn í Bryggjuhverfið um Gullinbrú og þaðan verður hlaupið eftir göngustíg meðfram Elliðaárósum og yfir nýju brýrnar við Geirsnef. Rangsælis hringur er tekinn um Geirsnef yfir gömlu brýrnar og meðfram Sævarhöfða. Síðan verður sama leið hlaupin til baka. Endamark er við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum. Brautin er annáluð fyrir góðar bætingar enda mjög flöt ef frá er talinn upphafs- og lokakílómetri.
5 km hlaupið verður ræst kl 11:10 frá endamarki. Hlaupaleiðin er sú sama og í 10 km hlaupinu fyrri helming hlaupsins, en í Bryggjuhverfi verður snúið við og hlaupið sömu leið til baka.
Skemmtiskokkið verður ræst skömmu á eftir 5 km hlaupinu. Í skemmtiskokkinu verður 1,4 km hringur hlaupinn um Dalhús og yfir á Fjallkonuveg - sjá kort.
Tímatöku verður hætt kl 12:40
Þátttökugjöld eru 3.500 kr fyrir 10 km hlaup og 3.000 kr fyrir 5 km hlaup við forskráningu á https://netskraning.is/fjolnishlaupid fram að miðnætti 08. maí. Fyrir skemmtiskokk er þátttökugjaldið 1.500kr fyrir 17 ára og eldri en fyrir 16 ára og yngri er það 750kr.
Afhending gagna verður daginn fyrir hlaupið, 08. maí, frá kl. 18-19 og á keppnisdag frá 09:30 til 10:15 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum. Hlaupahaldari getur ekki tryggt að ef gögn eru sótt á hlaupadag að viðtakandi fái þau afhennt í tíma fyrir ræsingu.
Athugið að aldurstakmark í 10 km hlaupið er 12 ára.
Fyrstu 3 í 5 og 10km hlaupi hljóta verðlaun
Farandbikarar fyrir 1. sæti karla og kvenna í 10 km hlaupum
Keppendur í 10 fyrstu sætum karla, kvenna og í aldursflokkum í 10 km hlaupi öðlast stig í keppni um stigahæstu hlaupara í Gatorade sumarhlaupum
5 km og 10 km hlaup
Tímataka verður með flögum í öllum vegalengdum.
Úrslit verða birt á vef Gatorade sumarhlaupanna, http://sumarhlaupin.is og Fjölnishlaupið 2024
Framkvæmd hlaupsins er í höndum frjálsíþróttadeildar Fjölnis en vefsíða deildarinnar er Frjálsíþróttadeild Fjölnis