Fjarðarhlaupið 2023


Keppnishaldari

Skíðafélag Ólafsfjarðar
Kt. 591001-2720
Tindaöxl
625 Ólafsfjörður
Kristján Hauksson
Símanr.: +354 892 0774
fjardargangan@gmail.com

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Fjarðarhlaupið
Fjarðarhlaupið verður haldið á Fiskidaginn mikla, laugardaginn 12.ágúst kl 10:00.

29 km Fjallahlaup (17 ára og eldri)
Við tökum stórt skref frá Fjarðarhlaupinu 2022 og hendum nú í alvöru fjallahlaup frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. Ræst verður frá Sigló Hótel og hlaupið sem leið liggur inn Hólsdal í Siglufirði og upp í Hólsskarð. Þar er stefnan tekin niður Ámárdal, niður í Héðinsfjörð að Héðinsfjarðargöngum. Þá er stefnan sett á Víkurdal yfir Rauðskörð og niður Ytri-árdal að Kleifum í Ólafsfirði. Endamark er í miðbæ Ólafsfjarðar og er leiðin alls um 29 km löng. Farið yfir tvo fjallgarða sem báðir eru í um 700 m hæð yfir sjó.

17 km Fjallahlaup (12 ára og eldri)
Ræst er frá Héðinsfjarðargöngum og hlaupið sem leið liggur að Víkurdal, hlaupið inn dalinn og yfir Rauðskörð (700m) og niður Ytri-árdal að Kleifum í Ólafsfirði. Endamark er í miðbæ Ólafsfjarðar og er leiðin alls um 17 km löng.

5/10 km skemmtiskokk
Ræst er í miðbæ Ólafsfjarðar og hlaupinn 5 eða 10 km hringur á götum og stígum. Hlaup sem hentar öllum.

Vegalengdir og gjaldskrá í Fjarðarhlaupinu:
5/10 km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 4.000 kr.
17 km, fjallahlaup 12 ára og eldri, 8.000 kr. hækkar í 11.000 kr. 6.ágúst (innifalinn akstur í start frá Ólafsfirði)
29 km, fjallahlaup 17 ára og eldri, 17 ára og eldri, 12.000 kr. hækkar í 15.000 kr. 6.ágúst. (innifalinn akstur í start frá Ólafsfirði)

Eins og venja er með Fjarðargönguna þá verður fyrst og fremst hrikalega gaman hjá okkur í Fjarðarhlaupinu! Flott umgjörð, tónlist, veitingar eftir keppni, allir fá þátttökuverðlaun en fyrst og fremst höfum við gaman!

Drög að dagskrá fyrir laugardaginn 12.ágúst:
8-9:30 Afhending keppnisgagna (staðsetning nánar auglýst síðar)
10:00 Fjarðarhlaupið 29 km, ræst frá Sigló Hótel
11:00 Fjarðarhlaupið 17 km, ræst frá Héðinsfirði
12:00 Fjarðarhlaupið 5/10 km, ræst frá miðbæ Ólafsfjarðar.

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

12.08.2023