Fjarðarhlaupið og Fjarðarhjólið 2022


Keppnishaldari

Skíðafélag Ólafsfjarðar
Kt. 591001-2720
Tindaöxl
625 Ólafsfjörður
Kristján Hauksson
Símanr.: +354 892 0774
fjardargangan@gmail.com

Skráðir þátttakendur
Fjarðarhlaupið og Fjarðarhjólið

Fjarðarhjólið verður haldið föstudaginn 5.ágúst kl 18:00 á Ólafsfirði.

Hjólað er á fjallahjólum bæði á malbiki og slóðum í Tindaöxl auk þess sem brautin liggur í Bárubraut og meðfram Ólafsfjarðarvatni. Skemmtilegur 10 km hringur með frábæru útsýni yfir Ólafsfjörð og hækkun um 200m. Einnig bjóðum við upp á RAFHJÓLAFLOKK þar sem hjólaðir verða tvær vegalengdir, 10km og 30km.

Vegalengdir í Fjarðarhjólinu: 3km/7km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 2.000 kr.
10 km, karlar og konur, 4.000 kr. hækkar í 6.000 kr. 2. ágúst.
20 km, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 2.ágúst.
10 km, RAFHJÓL, karlar og konur, 4.000 kr. hækkar í 6.000 kr. 2.ágúst.
30 km, RAFHJÓL, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 2.ágúst.
Fjarðarhjól 20km og hlaup 20km 17 ára og eldri, 9.000 kr. hækkar í 12.000 kr. 2.ágúst.

Fjarðarhlaupið verður haldið laugardaginn 6.ágúst kl 11:00 á Ólafsfirði.

Hlaupið er bæði á malbiki og slóðum í Tindaöxl auk þess sem brautin liggur í Bárubraut og meðfram Ólafsfjarðarvatni. Skemmtilegur 20km hringur með hækkun upp á rúmlega 300m sem gefur okkur frábært útsýni yfir Ólafsfjörð.

Vegalengdir í Fjarðarhlaupinu: 3,5km/7km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 2.000 kr.
10 km, karlar og konur, 4.000 kr. hækkar í 6.000 kr. 2.ágúst.
20km, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.000 kr. hækkar í 8.000 kr. 2.ágúst.
Fjarðarhjól 20km og hlaup 20km 17 ára og eldri, 9.000 kr. hækkar í 12.000 kr. 2.ágúst.

Eins og venja er með Fjarðargönguna þá verður fyrst og fremst hrikalega gaman hjá okkur í Fjarðarhjólinu og Fjarðarhlaupinu! Flott umgjörð, tónlist, drykkjarstöðvar verða tvær í brautinni, tvö viðgerðarsvæði, veitingar eftir keppni, allir fá þátttökuverðlaun en fyrst og fremst höfum við gaman!

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

05.08.2022

06.08.2022