Fjarðarhlaupið verður haldið laugardaginn 16. ágúst kl 10:00.
Eftir frábær viðbrögð frá hlaupinu 2024, metþátttöku og brautarmet, endurtökum við leikinn með alvöru fjallahlaupi frá Siglufirðir til Ólafsfjarðar. Ræst verður frá Sigló Hótel og hlaupið sem leið liggur inn Hólsdal í Siglufirði og upp í Hólsskarð. Þar er stefnan tekin niður Ámárdal, niður í Héðinsfjörð að Héðinsfjarðargöngum. Þá er stefnan sett á Víkurdal yfir Rauðskörð og niður Ytri-árdal að Kleifum í Ólafsfirði. Endamark er í miðbæ Ólafsfjarðar og er leiðin alls um 32 km löng. Farið yfir tvo fjallgarða sem báðir eru í um 600 m hæð yfir sjó.
Video track af fyrri hluta.....
18 km Fjallahlaup (12 ára og eldri)
Heildarhækkun: 656m
Drykkjarstöðvar: 1
GPX track: væntanlegt
ITRA stig: 1
Ræst er frá Héðinsfjarðargöngum og hlaupið sem leið liggur að Víkurdal, hlaupið inn dalinn og yfir Rauðskörð (600m) og niður Ytri-árdal að Kleifum í Ólafsfirði. Endamark er í miðbæ Ólafsfjarðar og er leiðin alls rúmlega 18 km löng. Hér mælum við með að börn séu í fylgd með fullorðnum.
Barnahlaup 500m, 1.000m, 1.500m
Ræst er í miðbæ Ólafsfjarðar.. Hlaupið ætlað 5 ára og yngri, 6-8 ára og 9-10 ára.
Vegalengdir og gjaldskrá í Fjarðarhlaupinu:
Barnahlaup ætlað 10 ára og yngri, ekkert þátttökugjald.
5/10 km, skemmtiflokkur fyrir alla, þátttakandi ræður vegalengd, 4.000 kr.
18 km, fjallahlaup 12 ára og eldri, 8.000 kr.
32 km, fjallahlaup 17 ára og eldri, 12.000 kr.
Eins og venja er með Fjarðargönguna þá verður fyrst og fremst hrikalega gaman hjá okkur í Fjarðarhlaupinu! Flott umgjörð, tónlist, veitingar eftir keppni, allir fá þátttökuverðlaun en fyrst og fremst höfum við gaman!
Dagskrá fyrir laugardaginn 16. ágúst:
32km Siglufjörður - Ólafsfjörður
Kl: 09:00 Afhending gagna við Sigló Hótel
kl: 10:00 Ræst út frá Sigló Hótel
Leiðin er merkt alla leið nema fyrstu km sem eru á malbiki og svo góðum slóða.
Meðfylgjandi er svo GPX skrá fyrir leiðina.
Drykkjarstöð er í Héðinsfirði og önnur eftir Rauðskörð í Ytriárdal. Við bjóðum upp á vatn, Leppin, Klaka, súkkulaðirúsínur og banana.
Álteppi, flauta og hlaðinn sími skilyrði!
Tímamörk í drykkjarstöð Héðinsfirði 2 klst og 30 min.
18km Héðinsfjörður - Ólafsfjörður
kl: 10:00 Afhending gagna í Héðinsfirði
kl: 11:00 Ræst út í Héðinsfirði.
Leiðin er merkt alla leið. Meðfylgjandi er svo GPX skrá fyrir leiðina.
Drykkjarstöð eftir Rauðskörð í Ytriárdal. Við bjóðum upp á vatn, Leppin, Klaka, súkkulaðirúsínur og banana.
Álteppi, flauta og hlaðinn sími skilyrði!
5/10 km skemmtiskokk
kl 11:00 Afhending gagna við Kaffi Klöru
kl 12:00 Ræst út frá Kaffi Klöru
Barnahlaup 10 ára og yngri.
Skráning og ræsing við Kaffi Klöru
kl 12:10 Ræst út frá Kaffi Klöru
Endamark er við Kaffi Klöru þar sem verður frábær stemmning!
Verðlaunaafhending kl 15:00 við Kaffi Klöru Ólafsfirði
Við biðjum ykkur um að fara varlega á fjöllum og óskum ykkur öllum góðs gengis og skemmtunar!