Fjarðarhjólið 2024


Keppnishaldari

Skíðafélag Ólafsfjarðar
Kt. 591001-2720
Tindaöxl
625 Ólafsfjörður
Kristján Hauksson
Símanr.: +354 892 0774
fjardargangan@gmail.com

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Söluvarningur
Fjarðarhjólið
Fjarðarhjólið verður haldið laugardaginn 7. september á Ólafsfirði. Fjarðarhjólið er rafhjólakeppni í krefjandi braut auk þess sem í boði er skemmtihjól sem allir geta tekið þátt í óháð hvernig hjól eru notuð.
Eins og venja er með Fjarðargönguna þá verður fyrst og fremst hrikalega gaman hjá okkur í Fjarðarhjólinu! Flott umgjörð, tónlist, drykkjarstöð, tvö viðgerðarsvæði, veitingar eftir keppni, úrdráttarverðlaun, allir fá þátttöku verðlaun,  en fyrst og fremst höfum við gaman!

Hér má sjá brautina fyrir Rafhjólakeppnina
Hér má sjá brautina fyrir Skemmtihjólið

Vegalengdir í Fjarðarhjólinu:
30 km, (3x10km) RAFHJÓL, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.900 kr. hækkar í 10.000 kr. 31.ágúst.
20 km, (2X10km) RAFHJÓL, karlar og konur 17 ára og eldri, 5.900 kr. hækkar í 8.900 kr. 31.ágúst.
10 km, RAFHJÓL, karlar og konur, 17 ára og eldri og einnig 12-16 ára,  4.900 kr. hækkar í 7.500 kr. 31.ágúst.
18km, skemmtihjól fyrir alla, hjólað kringum Ólafsfjarðarvatn, 3.500 kr. hækkar í 5.000 kr. 31.ágúst
Barnahjólið 10 ára og yngri, mismunandi vegalengdir, ekkert þátttökugjald og skráning á staðnum.

Drög að dagskrá laugardaginn 7. sept:
8-10:30 Afhending mótsgagna (staðsetning nánar auglýst síðar)
10:30  Barnahjólið
11:00  Rafhjólaflokkur ræstur 10km, 20km og 30 km
11:00  Skemmtihjól 18km


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

02.09.2023