Fjallagangan 2021

Íslenska English

Keppnishaldari

Skíðafélagið í Stafdal
Kt. 450908-1690
Litluskógum 12
700 Egilsstöðum
Björgvin Rúnar
Símanr.: 852 3212
skidi@stafdalur.is

Skráðir þátttakendur
Fjallagangan er ný ganga sem haldin verður, í Múlaþingi nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 1. maí 2021. Gangan hefst í Stafdal á skíðasvæði Seyðfirðinga og Héraðsmanna. Stafdalur er austanvert í Fjarðarheiði (Seyðisfjarðar megin) og er í um 450 metra hæð yfir sjó. Þar er ágætur skáli og góð aðstaða fyrir keppendur. Austfjarðafjallgarðurinn er alla jafna snjóþungur en fari svo að lítill snjór verði í Stafdal verður ganga flutt upp á Fjarðarheiði í um 600m hæð þar sem öruggt er að nægur snjór verður í maí. Um margar skemmtilegar gönguleiðir er að velja á svæðinu og verður seglum hagað eftir snjóalögum.

Í maí er fyrirhugað að ganga skemmtilega leið inn Stafdalinn, að Vestdalsvatni sem er í tæplega 600 m.y.s. , þaðan Héraðsmegin í Austurfjöllum út undir Dyrfjöll um Eiríksdal og þaðan niður Hólalandsdal í Borgarfirði Eystri. Á þessari gönguleið er stórkostleg fjallasýn til allra átta. Styttri gönguleiðirnar byrja og enda í Stafdal.
Þetta er frumraun okkar í að halda skíðagöngu á svæðinu og höfum við mikinn metnað til þess að búa til einstaka og umfram allt skemmtilega skíðagöngu sem ætti að henta trimmurum jafnt sem hörðustu gönguköppum. Aðal markmiðið er að hafa gaman og sigra sjálfan sig. Gangan er síðasta gangan í Íslandsgöngunni, mótaröð Skíðasambandsins. Að göngu lokinni mun því fara fram lokahóf og verðlaunaafhending Íslandsgöngunnar.

45 km fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald er 8.000kr til og með 20. apríl, eftir það hækkar skráningargjald í 10.000kr. Skráningu líkur 28. apríl kl 21:00.
Allir sem taka þátt í 45 km fá þátttökuverðlaun, en að auki er verðlaunað í verðlaunaflokkum samkvæmt reglum Íslandsgöngunnar.
Hámarkstími í braut er 6 klst – þá líkur tímatöku og keppendum er fylgt í endamark.
Drykkjarstöðvar verða á leiðinni. Keppendur skulu koma með eigið drykkjarmál.

Hægt verður að taka rútu frá Egilsstöðum í Stafdal og Hólalandi í Borgarfirði til Egilsstaða gegn 2.000kr gjaldi. Velja þarf þann valkost hér neðar.

ATH. Ef ekki verður nægur snjór í byrjun maí til að ganga fyrirhugaða 45km „Dyrfjallaleið“, mun vegalengdin fyrir 17 ára og eldri breytast í 30km og verða gengin á Fjarðarheiði.

15 km
Skráningargjald 5.000kr til og með 20. apríl, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000kr. Skráningu líkur 28. apríl kl 21:00
Allir sem taka þátt í 15 km fá þátttökuverðlaun, en að auki eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjá af hvoru kyni.

5 km
Skráningargjald 3.000kr. Skráningu líkur 29. apríl kl. 21:00
Allir sem taka þátt í 5 km fá þátttökuverðlaun.

Drög að dagskrá 30. apríl - 1. maí 2021
Föstudagurinn 30. apríl
Kl 20-21 Afhending keppnisgagna og brautarlýsing

Laugardagurinn 1. maí
Kl 8:00 Forræsing 45 km
Kl 9:00 Ræsing 45 km
Kl 9:30 Ræsing 5 og 15 km
Kl 14:00 Braut lokar
Kl 17:00 Veitingar og verðlaunaafhending (ath að verðlaunað er fyrir þátttöku í Íslandsgöngum vetrarins)
(tímasetningar geta breyst eftir því sem nær dregur)
Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

01.05.2021