Fjallagangan 2025Fjallagangan 2025 verður haldin í Múlaþingi 3. maí 2025.
Gangan mun fara fram í fjallgarðinum við Fjarðarheiði en um margar skemmtilegar gönguleiðir er að velja á svæðinu og verður seglum hagað eftir snjóalögum.
Fjarðarheiði er í um 600m hæð þar sem ávallt er nægur snjór í byrjun maí.
Við höfum mikinn metnað til þess að búa til einstaka og umfram allt skemmtilega skíðagöngu sem hentar trimmurum jafnt sem hörðustu gönguköppum. Aðal markmiðið er að hafa gaman og sigra sjálfan sig. Gangan er síðasta gangan í Íslandsgöngunni, mótaröð Skíðasambandsins.
Boðið verður upp á heita súpu og hreindýrapate í markinu
24km fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald er 10.000kr til og með 20. apríl, eftir það hækkar skráningargjald í 12.000kr. Skráningu líkur 2. maí kl 09:00.
Allir sem taka þátt í 24 km fá þátttökuverðlaun, en að auki er verðlaunað í verðlaunaflokkum samkvæmt reglum Íslandsgöngunnar.
Drykkjarstöð er eftir 12 km.
12 km
Skráningargjald 5.000kr til og með 20. apríl, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000kr. Skráningu líkur 2. maí kl 09:00
Allir sem taka þátt í 12 km fá þátttökuverðlaun, en að auki eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjá af hvoru kyni.
5 km
Skráningargjald 3.000kr. Skráningu líkur 2. maí kl 09:00
Allir sem taka þátt í 5 km fá þátttökuverðlaun.
Dagskrá: Laugardagurinn 3. maí
Kl 9:00 Afhending keppnisgagna og brautarlýsing á mótsstað
Kl 10:00 Ræsing í öllum flokkum
Veitingar og verðlaunaafhending í mótslok
(tímasetningar geta breyst eftir því sem nær dregur)
Hlökkum til að sjá ykkur á Austurlandi!