Fellahringurinn
Fellahringurinn er hjólaviðburður í Mosfellsbæ í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima.
Þessi fjallahjólaskemmtun höfðar til breiðs hóps hjólara – bæði vanra og þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallahjólreiðum.
Dagsetning: Fimmtudagur 28. ágúst 2025
Staður: Ræst frá íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 18:00
Athugið. Fyrir keppendur á aldrinum 7-12 ára þá þarf viðkomandi að hafa ábyrgðarmann/forráðamann með sér í brautinni.
Ábyrgðamaður/forráðamaður þarf að gera skráningu fyrir sig, ekki nóg að skrá barnið eingöngu.
Leiðir & þátttökugjöld
Flokkar
- Almenningsflokkur – hefðbundin fjallahjól
- Rafmagnsfjallahjól – einn flokkur
- Aldursflokkar í hefðbundnum hjólum:
- Yngri en 16 ára (eingöngu í litla hringnum)
- 16–20 ára
- 21 ára og eldri
Keppnisgögn
- Tímatökuflaga og keppnisnúmer verða afhent frá kl. 16:30 í Vallarhúsinu að Varmá á keppnisdegi.
Rafmagnsfjallahjól – leyfileg tegund
Einungis svokölluð „pedal-assist“ rafmagnshjól eru leyfð, sem einungis veita aukaafl ef hjólreiðamaðurinn er þegar að stíga hjólið.
Þau eru skilgreind í umferðarlögum (2019 nr. 77 25. júní) í 3. gr., tölul.30b:
Hjól með stig- eða sveifarbúnaði, búið rafknúinni hjálparvél þar sem samfellt hámarksafl er allt að 0,25 kW og afköstin minnka smám saman og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraðanum 25 km á klst. eða fyrr ef hjólreiðamaðurinn hættir að stíga hjólið.
Önnur rafmagnshjól eru ekki leyfð; einkum og sér í lagi eru hjól skilgreind í töluliðum 28 og 30c ekki leyfð.
Eftir keppni
- Raggi kokkur töfrar fram veitingar fyrir keppendur
- Vegleg úrdráttarverðlaun frá TRÍ.
- Fjöldi aukavinninga frá öðrum styrktaraðilum.