Enduro og Fjallabrun á Akureyri 15.-17. júlí 2022Hjólreiðafélag Akureyrar og Greifinn kynna ungdúró, Enduró og íslandmsótið í Fjallabruni.
Keppt verður í brautum á Akureyri, að mestu leiti í Hlíðarfjalli
Ítarlegar upplýsingar má finna á https://www.hfa.is/dh-enduro-2022
Ungdúro Greifans:
4-8 ára - Keppa í Skillparki í hlíðarfjalli, ekki er tímataka eða verðlaun en allir þáttakendur fá keppnisnúmer á hjólið og þáttökupening. Keppni hefst á föstudag klukkan 17:00.
9-16 ára - 3 stage í Hlíðarfjalli á föstudegi. Keppni hefst klukkan 17:00.
17-18 ára (Junior) keppa í Enduro, sú keppni gefur stig til Bikarmótaraðar HRÍ og sömuleiðis er möguleiki fyrir 17 ára og eldri að vinna sér inn stig/keppnisrétt hjá EWS (viðkomandi verða þó að vera skráðir meðlimir hjá EWS og skrá EWS kóða í skráningu)
Enduro Greifans:
1 Pro-Stage á föstudegi - Pro stage er sérlega langt stage, keppni hefst klukkan 20:00.
4 Stage á laugardegi - Keppni hefst klukkan 13:00
Athugið að það er í boði að keppa bara annaðhvorn daginn, en verðlaun verða einungis veitt fyrir heildarkeppnina (Fös+Lau), allir tímar verða þó birtir svo hægt er að sjá hvar fólk stendur eftir ákveðin stage.
Rás og Endamörk verða merkt svo hægt er að taka æfingaferðir á fimmtudegi.
Einnig verða veitt sérstök verðlaun þar sem tími úr íslandsmótinu í DH verður bætt við samanlagðann heildartíma í Enduro.
Mótið er hluti af EWS Qualifier mótaröðinni svo keppendur geta unnið sér inn stig og þáttökurétt í EWS árið 2023.
Boðið er upp á rafhjólaflokk, en hann er þó ekki hluti af EWS Qualifier
Til að vinna sér inn EWS stig eða keppnisrétt verða keppendur þó að vera skráðir meðlimir í EWS. Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.enduroworldseries.com/ews-entry-overview/ews-membership/
Skrá þarf EWS kóða í skráningarformið til að stigin/keppnisréttur skili sér til EWS.
EWS stig eru gefin í Karla, Kvenna, U21 KK, U21 KVK, Master 35+ KK og Master 35+ KVK.
Ekki skiptir máli í hvaða flokk viðkomandi er skráður í mótið varðandi EWS stig, þau fara bara eftir aldri og stöðu á heildarlista. Taka þarf þátt báða dagana til að vinna sér inn EWS stig.
Downhill Greifans - Íslandsmótið í fjallabruni - Sunnudag
Keppt verður í keppnisbraut í hlíðarfjalli - Ræsing hefst klukkan 13:00.
Nánari upplýsingar má finna á
https://www.hfa.is/dh-enduro-2022