Drulluhlaup Krónunnar


Keppnishaldari

Frjálsíþróttadeild UMF Aftureldingar
Kt. 460974-0119
frjalsar@afturelding.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Drulluhlaup Krónunnar
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar og UMFÍ - þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ. Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni. Áhersla er lögð á skemmtilega hreyfingu, gleði og samvinnu.

    • Hvar: Íþróttamiðstöðinni að Varmá, Mosfellsbæ.
    • Dagsetning: Laugardagur 17. ágúst 2024.
    • Hvenær: Kl. 10:00 - 13:00 (Ræst út í hollum á nokkurra mínútna fresti og verður flautað af stað hjá fyrsta hópi klukkan 10:00 og síðasta hópi klukkan 12:00).
    • Ráshópar: Við skráningu velur þú ráshóp með rástíma sem hentar þér.
    • Hlaupaleið: Leiðin er samtals 3,5 km og inniheldur 21 hindrun.
    • Upphaf: Við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
    • Endir: Við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
    • Umsjón: Krónan, UMFÍ, Ungmennafélagið Afturelding og frjálsíþróttadeild Aftureldingar.
    • Líf og fjör verður á mótssvæðinu og munu stuðboltar ræsa hollin og halda uppi dúndrandi partýstuði í gegnum allar hindranirnar.  
    • Krónuhjólið verður á staðnum með staðgóðu og hollu narti bæði fyrir og eftir hlaup!

Öll í skítnum!
Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni. Áhersla er lögð á skemmtilega hreyfingu, gleði og samvinnu.

Sérstök drullubraut verður á svæðinu fyrir börn yngri en átta ára sem kostar ekki í. Tilvalið fyrir aðstandendur að koma með alla fjölskylduna og hvetja þátttakendur.

Þátttökugjald

Einstaklingar: 3.500 kr á mann.
4 manna hópur 7.000 kr.
5 manna hópur 8.500 kr.
6 manna hópur 10.000 kr.

Aukaeinstaklingur í hóp greiðir 1.500 kr.

Svona er Drulluhlaupið
Hlaupaleiðin er drulluskemmtileg og krefjandi. Leiðin er 3,5 km langur hringur í Varmárdalnum  með fjölda stórskemmtilegra hindrana sem þarf að yfirstíga. Fjölskyldur, gamlir vinir úr barnaskólum landsins og smíða- og saumaklúbbar hlaupa saman og hjálpast að við að komast í gegnum hindranirnar eða leysa saman þrautirnar.

Hlaupaleiðin er skemmtileg og krefjandi en samt ættu öll 8 ára og 80 ára að komast í gegnum hana með aðstoð foreldra og/eða forráðarmanna.

10 manna hópar verða ræstir út með u.þ.b. 2 mínútna millibili frá kl. 10:00 - 12:00.

Þú velur rástíma við skráningu sem hentar þér.
Rás- og endamark er við Íþróttahúsið við Varmá og þar verður dúndrandi partýstemning frá fyrstu mínútu. Engar áhyggjur þótt þú sért kominn langt inn í myrkviði Drulluhlaups Krónunnar því partýið heldur áfram alla leið.

Víða á leiðinni verður hægt að hvetja keppendur áfram og njóta samverustundar með fjölskyldum og vinum sem ösla í gegnum drullupolla og vaða aur og mold til að komast saman á leiðareinda.

Er hægt að skola af sér eftir hlaupið?

Já! Það verður skolstöð á staðnum svo enginn fer með skítuga skó í bílinn. Þá verður opið fyrir þátttakendur í sundlaugina við Varmá að loknu hlaupi en hlauparar vinsamlega beðnir um að skola af sér mesta skítinn og ganga snyrtilega um inni.

Afhending hlaupagagna
Hlaupagögn verða afhent í verslun Krónunnar í Mosfellsbæ föstudaginn 16. Ágúst milli kl. 17:00 og 19:00. Reynt verður að afhenda gögn í annarri Krónuverslun og verður það auglýst síðar. Fyrir þau sem ómögulega komast að sækja gögnin fyrirfram þá verður stöð við Varmá fyrir hlaup þar sem hægt verður að sækja gögnin. Við hvetjum alla til að sækja gögnin daginn áður til að minnka örtröðina og auðvelda ræsingu í hlaupið.


Upplýsingar um keppanda

Keppnisgreinar

17.08.2024