Fjallabrun HFA - Hlíðarfjall


Keppnishaldari

Hjólreiðafélag Akureyrar
Kt. 560712-0300
Skólastígur 4
600 Akureyri
Sunna Axelsdóttir
Símanr.: +354 649 5565
formadur@hfa.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Fjallabrun HFA - Hlíðarfjalli 31. ágúst 2025

Hjólreiðafélag Akureyrar í samstarfi við Greifann býður upp á: 

Fimmta bikarmót sumarsins í fjallabruni / downhill


Mótið er fimmta mót í bikarmótaröðinni. Minnum á reglur HRÍ um að nauðsynlegt er að vera meðlimur í aðildarfélagi HRÍ til að geta keppt um stig til bikarmeistara. Sjá keppnisreglur, kafli 2, sjá hérhttp://hri.is/upplysingar/keppnisreglur-hri

Keppnishandbók kemur hér innan skamms.

Tímatökubúnaður

Hér eru reglurnar: https://hri.is/frettir/leiga-timatokuflaga

Skráning 

Hér er skráningarsíða. Allir sem skrá sig hlíta skilmálum HFA um mótahald, sjá í keppnishandbók.

Mótið sjálft: 

Mæting við Strýtuskála í Hlíðarfjalli. 

Ræsing kl. 13:00.

Braut lokar kl. 12:30.

Afhending gagna kl. 11-12 á mótsdegi. 

Keppendur undir 18 ára eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Gögn verða ekki afhent keppanda yngri en 18 ára nema ábyrgðaraðili sé til staðar.

Athuga sérstaklega Keppnisreglur HRÍ, kafli 5.3.

Búnaður

Samkvæmt keppnisreglum HRÍ skal nota hjálm sem ver allt andlit (full-face) bæði í keppni og við æfingar. Hjálmurinn verður að vera með skyggni. Opnir hjálmar án kjálkahlífar eru bannaðir. Einnig skal vera með bakhlífar, hnéhlífar og augnhlífar (gogglur eða hlífðargleraugu). Sérstaklega er mælt með eftirfarandi aukahlífðarbúnaði:

A. Bak-, Olnboga-, hné- og axlahlífum úr stífum efnum.

B. Vörn fyrir háls og hryggjarliði.

C. Vörn fyrir sköflunga og læri.

D. Víðum buxum úr rifvörðu efni með innbyggðum hlífum fyrir hné og kálfa, eða stuttbuxum úr rifvörðu efni ásamt hné og kálfahlífum.

E. Síðerma treyju.

F. Hönskum.

 

Brautarskoðun verður ekki formleg. Brautin verður gefin út þegar nær dregur.

Tilboð á lyftukortum

Kortin fást keypt í lyftuhúsi Fjarkans.

Helgarpassi:

  • Fullorðnir 9.800 kr.
  • Börn 2.700 kr. 

Stök ferð:

  • Fullorðnir 1.250 kr.
  • Börn 650 kr.
Upplýsingar um keppanda

Aukaupplýsingar í neyðartilfelli
Nauðsynlegar upplýsingar fyrir mótshaldara í neyðartilfelli.

Keppnisgreinar

31.08.2025