Bláfjallaþríþraut 2023


Keppnishaldari

Skíðaganga ehf
Kt. 520417-3030
Hvassaleiti 39
103 Reykjavík
Einar Ólafsson
Símanr.: +354 696 3699
arkiteo@arkiteo.is

Skráðir þátttakendur
Bláfjallaþríþrautin 2023
Árlegt þríþrautarmót þar sem gengið er á skíðum, hjólað og hlaupið úr Bláfjöllum niður að Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Skíði:
Klassísk skíðaganga, gengnir um 10 km. í troðinni braut frá Ullarskálanum í Bláfjöllum.
Hjól:
Hjólað er um Bláfjallaveg til Hafnarfjarðar um 22 km. leið. Vegurinn er grófur og jafnvel mjög blautur. Ráðlegt að vera á grófum dekkjum og helst fjallahjólum.
Hlaup:
Hlaupaleiðin er um 5 km. á merktum stígum og endað við Ásvallalaug. Þeir sem hjóla í sérstökum hjólaskóm verða sjálfir að hafa hlaupaskóna með sér á hjólinu.

Skipulag:
Brautarverðir á nokkrum stöðum, einnig fylgir öryggisbíll/hjól síðustu keppendum niður að Ásvallalaug. Mótshaldarar ferja skíði, stafi og skó keppenda frá Bláfjöllum (bílastæði við Suðurgil) að Ásvallalaug. Einnig verða hjólin ferjuð frá endastöð þeirra að Ásvallalaug. Verðlaunaafhending við Ásvallalaug er kl. 14:00. Keppendur verða sjálfir að vera með drykki og orkustykki kjósi þeir að næra sig á leiðinni (Bannað að henda rusli á leiðinni). Ávextir og drykkir í endamarki.

Tímataka:
Tímataka og millitímar á timataka.net - flögutími gildir. Keppt í aldursflokkum og kyni í flokkunum 18 - 29 ára, 30 - 49 ára og 50 ára og eldri.

Keppnisgjald er 10.000 kr.
Innifalið í keppnisgjaldi er þjónusta við keppendur og þátttökuverðlaun, að ógleymdri ánægjunni að taka þátt. Allur ágóði af keppninni rennur til afreksfólks skíðagöngufélagsins Ullar.

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

20.04.2023