Bláfjallaþríþraut 2021


Keppnishaldari

Skíðaganga ehf
Kt. 520417-3030
Hvassaleiti 39
103 Reykjavík
Einar Ólafsson
Símanr.: +354 696 3699
arkiteo@arkiteo.is

Skráðir þátttakendur
Haldið verður í þriðja sinn þríþrautarmót á gönguskíðum, hjólum og hlaupum frá Bláfjöllum niður í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Mótshaldarar ferja skíði, stafi og skó keppenda frá Bláfjöllum (bílastæði við Suðurgil) að Ásvallalaug. Einnig verða hjólin ferjuð frá endastöð þeirra að Ásvallalaug. Verðlaunaafhending við Ásvallalaug er kl. 14:00. Keppendur verða sjálfir að vera með drykki og orkustykki kjósi þeir að næra sig á leiðinni (Bannað að henda rusli á leiðinni).

Flögutími gildir. Keppt í aldursflokkum og kyni í flokkunum 18 - 29 ára, 30 - 49 ára og 50 ára og eldri.

Keppnisgjald er 10.000 kr.
Innifalið í keppnisgjaldi er allur undirbúningur, ferjun skíða, hjóla, þátttökuverðlaun. Að ógleymdri ánægjunni að taka þátt. Allur ágóði af keppninni rennur til afreksfólks skíðagöngufélagsins Ullar.

Skíði:
Gengnir verða 10 km í hefðbundnum stíl í Bláfjöllum frá Ullarskálanum.
Hjól:
Við endamark skíðagöngunnar verður farið á reiðhjól og hjólað Bláfjallaveginn um 22 km leið.
Hlaup:
Við endamark hjólreiðana verða síðan hlaupnir um 5 km leið á hlaupastíg og endað við Ásvallalaug.
Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

22.04.2021