Skráning: Bláfjallagangan 2019


Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum, við skála Ullunga, 30. mars 2019. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni. Heitt kakó og tónlist út í miðri braut. Heitir drykkir fyrir alla í markinu og mikil og góð stemning. Þessi ganga er sérstaklega fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk.

Mótið er einnig Reykjavíkurmeistaramót í göngu með hefðbundinni aðferð.

40 km fyrir
Skráningargjald 7.000 kr. til og með 20. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 9.000 kr. kr. Hámark 150 þátttakendur.
5 km, 10 km og 20 km
skráningargjald 5.000 kr. til og með 20. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 7.000 kr.
12 ára og yngri greiða 1.000 kr.
1 km ekkert aldurstakmark
skráningargjald 1.000 kr

Skráningu líkur 30. mars þegar keppni hefst.
Þeir sem forskrá sig fyrir 1. mars fara í happdrættispott. Dregið úr skráðum þátttakendum 3. febrúar og 1. mars.

Afhending skráningargagna:

Fimmtudaginn 28. mars og föstudaginn 29. mars milli kl. 16:00 – 18:00 í Ferða- og útivistabúðinni Everest í Skeifunni 6, 108 Reykjavík (sjá staðsetningu hér)

Við viljum hvetja alla sem hafa tök á, að koma á þessum tímum í Everest til að létta á afhendingu gagna á mótsdag.

Afhending á mótsdag, laugardaginn 30. mars, fer fram í skála Ullar milli kl. 7:30 - 9:30.

Dagskrá:
Fimmtudagurinn 28. mars
16:00 til 18:00: Afhending keppnisgagna í Ferða- og útivistabúðinni Everest
Föstudagurinn 29. mars
16:00 til 18:00: Afhending keppnisgagna í Ferða- og útivistabúðinni Everest
Laugardagurinn 30. mars
07:30: Afhending keppnisgagna hefst í skála Ullunga
08:30: Afhending keppnisgagna likur fyrir 40 km
09:00: Ræsing fyrir keppendur í 40 km
09:30: Afhending keppnisgagna líkur fyrir 1 km, 5 km, 10 km og 20 km
10:00: Ræsing fyrir keppendur í 1 km, 5 km, 10 km og 20 km
14:00-16:00: Veglegt kaffisamsæti og útdráttarverðlaun í Valsheimilinu að Hlíðarenda

Parakeppni
Keppendur mega skrá sig sem pör (kona og karl, eða kona og kona en EKKI karl og karl).
Samanlagður tími gildir og sérstök verðlaun fyrir fyrstu pörin
Skráning í parakeppni hefst þremur dögum fyrir mót.
Skráningarform fyrir parakeppni
Listi yfir skráð lið í parakeppni

Viðburður haldinn af:
Skíðagöngufélagið Ullur
kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
Símanúmer: +354 894 6337 ( Málfríður )
ullarpostur@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu