Bláfjallagangan 2026

Íslenska English

Keppnishaldari

Skíðagöngufélagið Ullur
Kt. 600707-0780
Sörlaskjóli 15
107 Reykjavík
Símanr.: +354 8670233
ullarpostur@gmail.com

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Bláfjallagangan 2026


Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum, við Ýdali, skála Ullunga, laugardaginn 21. mars 2026. Gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni. 

Bláfjallagangan fer fram á fallegu svæði og liggur brautin meðal annars upp á Heiðina háu þar sem að útsýnið er frábært í góðu veðri. Bláfjallagangan er sérstaklega hentug fyrir hinn almenna skíðaiðkanda sem og keppnisfólk. Í Bláfjallagöngunni sem haldin er á laugardeginum er um hefðbundinn stíl að ræða og þannig bannað að skauta.

Eins og undanfarin ár verður einnig í ár boðið upp á Bláfjallaskautið og fer sú ganga fram fimmtudaginn 19. mars.


Vegalengdir sem að eru í boði í Bláfjallagöngunni laugardaginn 21. mars:

40 km fyrir 17 ára og eldri: Þessi vegalengd telur til stiga í Íslandsgöngunni. Ath tímamörk eru í 40km; keppandi þarf að ná að klára fyrstu 20km á innan við 2klst og 45mín. 

20 km10km og 5 km vegalengdir. 

Í Bláfjallaskautinu sem að haldið verður fimmtudaginn 19. mars verða í boði 20km og 10km eins og undanfarin ár en nýjung í ár er að einnig verður í boði 5km og 1km.

 

Fimmtudaginn 19. mars 2026

Bláfjallaskautið 20 km og 10 km

Skráningargjald:

8.000 kr. til og með 15. febrúar 2026

10.000 kr. 16.febrúar.- 9. mars 2026

12.000 kr. frá 10. mars 2026 (fullt verð)


Bláfjallaskautið 5km

4.000kr til og með 15. febrúar 2026

5.000kr 16.febrúar.- 9. mars 2026

6.000kr frá 10. mars 2026 (fullt verð)


Bláfjallaskautið 1km

Frítt

 

Laugardagur 21.mars 2026

Bláfjallagangan

40 km fyrir 17 ára og eldri*

Skráningargjald:

12.000 kr. til og með 15. febrúar 2026

15.000 kr . 16.febrúar.- 9. mars 2026

17.000 kr. frá 10. mars 2026 (fullt verð)

*Þessi vegalengd telur til stiga í Íslandsgöngunni.

20 km 
Skráningargjald:

8.000 kr. til og með 15. febrúar 2026

10.000 kr. 16.febrúar.- 9. mars 2026

12.000 kr. frá 10. mars 2026 (fullt verð)


5 km og 10 km

Skráningargjald:

5.000 kr. til og með 15. febrúar 2026

6.000 kr. 16.febrúar.- 9. mars 2026

8.000 kr. frá 10. mars 2026 (fullt verð)


Skráningu lýkur klukkan 12:00, 19. mars fyrir Bláfjallaskautið

Skráningu lýkur klukkan 16:00, 20.mars fyrir Bláfjallagönguna


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

19.03.2026

20.03.2026