Bakgarður 101

Íslenska English

Keppnishaldari

Arctic Running - Náttúruhlaup ehf.
Kt. 570112-0310
bakgardur@natturuhlaup.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Bakgarður 101 - Bakgarður Náttúruhlaupa
Bakgarður 101 (Iceland Backyard Ultra) verður haldinn í fjórða sinn laugardaginn 10. maí 2025. Bakgarður 101 er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fer fram í Heiðmörk í september ár hvert. Keppnin verður hefðbundið bakgarðshlaup og fer eftir ákveðinni uppsetningu og reglum (http://backyardultra.com/rules/). Hlaupin verður 6,7km hringur á hverjum klukkutíma. Sá sem hleypur flesta hringi er sá eini sem klárar hlaupið og stendur uppi sem sigurvegari. Til að klára hlaupið verður viðkomandi að klára síðasta hringinn einn. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er nauðsynlegt að þá í ráshólfinu. 

Hvað eru bakgarðshlaup (Backyard Ultra)?
Bakgarðshlaup eru tegund ofurhlaupa þar sem þátttakendur verða að hlaupa 6706m (4,167 mílur) á innan við klukkutíma. Hver hringur byrjar alltaf á heila tímanum. Eftir hvern hring má nota tímann sem er eftir af klukkutímanum til að hvílast og undirbúa sig fyrir næsta hring. Þetta er endurtekið á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari er eftir í brautinni og klárar síðasta hringinn einn. Heildarvegalengd hlaupara sem klárar 24 hringi (24 klukkutímar) er 100 mílur (160,8km)

Facebook síða: facebook.com/icelandbackyardultra
Staðsetning: Mjölnisheimilið, Öskjuhlíð (Flugvallarvegur 3-3a)
Tímasetning: Keppnin hefst kl. 9:00, laugardaginn 10. maí 2025
Hlaupaleið: 6,7km hringur um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga meðfram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik).
Vegalengd: Þú hleypur eins marga hringi og þú getur!
Tímamörk: Engin tímamörk nema að klára hvern 6,7km innan klukkutíma
Úrslit: Allir sem taka þátt í Bakgarðshlaupinu fá skráða fjölda hringja og vegalengdina sem þeir klára.
Verðlaun: Þátttöku-/DNF viðurkenning

Góð drykkjarstöð og aðstaða fyrir hlaupara verður við Mjölnisheimilið. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjöruga umgjörð allan daginn. Starfsfólk Náttúruhlaupa verður til taks allan tímann fyrir þátttakendur í hvíldartímanum. Veitingar verða í boði með reglulegu millibili. 

Þátttakendur fá ítarlegar upplýsingar um keppnina og reglur þegar tvær viku eru í keppni. 

Skráning fer fram á Netskráning.is og opnar föstudaginn 1. nóvember kl. 12:00. 
Skráningar verða ekki endurgreiddar eða færðar yfir á aðra bakgarðskeppni.

Hægt verður að gera nafnabreytingar á www.netskraning.is til og með 13. apríl.
Varist að kaupa falsaða miða af óprúttnum aðilum í gegnum Facebook. 

Ætlar þú að láta nafnabreyta miðanum þínum eftir 13. apríl?
Frá 13. apríl-4. maí þarftu að senda tölvupóst á bakgardur@natturuhlaup.is til að gera nafnabreytingu á miðanum þínum. 
Sá sem fær miðann þinn þarf að vera í CC í tölvupóstinum og fær viðkomandi upplýsingar um hvernig hann skráir sig og greiðir á sama tíma breytingargjald (2.900 kr.) eftir að búið er að afskrá þig úr hlaupinu. Engar nafnabreytingar verða gerðar eftir 4. maí. 


Verð: 14.900 kr.

Innifalið í skráningu:
Keppnisnúmer, tímataka
Öryggis- og brautargæsla
Drykkir (Gatorade) og létt snarl (frá Näak, ávextir og fleira gott) á drykkjarstöð allan tímann 
Bakgarðssúpan fræga og brauð fyrir þau sem eru í keppninni eða ljúka henni á laugardeginum
Létt máltíð seinni partinn á laugardeginum
Hvíldar- og salernisaðstaða í og við Mjölni
Sjúkrateymi ef á þarf að halda
Þátttökuverðlaun og viðurkenning

Fylgist með á Facebook síðu hlaupsins: facebook.com/icelandbackyardultra

Skipuleggjendur keppninnar: Náttúruhlaup 

Nánari upplýsingar fást í gegnum netfangið bakgardur@natturuhlaup.is


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

10.05.2025