Austur Ultra 2024


Skilmálar


I. ALMENNIR SKILMÁLAR

  1. Ég er í nægilega góðu ástandi bæði líkamlega og andlega til þess að taka þátt í og ljúka Austur Ultra.
  2. Ég staðfesti að ég hef áttað mig á erfiðleikastigi Austur Ultra sem liggur um hálendi Íslands þar sem veður getur verið slæmt og færð erfið.
  3. Ég uppfylli kröfur um öryggisbúnað og verð með álteppi, flautu og síma með neyðarnúmerinu 112 vistað inn ásamt símanúmeri mótstjóra (á einungis við um 50 km hlaup).
  4. Ég skil að hlutverk framkvæmdaaðila og starfsmanna hlaupsins felst ekki í að “bjarga” þátttakendum sem eru illa undirbúnir þjálfunarlega, næringarlega, eða skorta viðeigandi útbúnað. Öryggi hvers hlaupara er á þeirra eigin ábyrgð og þarf að búa yfir færni til að takast á við óvæntar aðstæður.
  5. Ég samþykki að fara eftir þeim leiðbeiningum sem starfsmenn hlaupsins leggja til og þigg þá aðstoð sem þeir álíta að þurfi vegna öryggis míns og annarra.
  6. Sem þátttakandi í Austur Ultra afsala ég mér öllum rétti til skaðabóta frá Megin ehf. (framkvæmdaraðili hlaupsins), starfsmönnum og öðrum samstarfsaðilum hlaupsins, vegna meiðsla, veikinda, slyss, eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem ég gæti orðið fyrir í Austur Ultra.
  7. Þátttökugjöld í Austur Ultra fást ekki endurgreidd, nafnabreyting er þó leyfileg og þurfa beiðnir um slíkt að berast á info@austurultra.is.

II. GREIÐSLUSKILMÁLAR

  1. Í skráningarferli er reiknivél sem birtir verð í íslenskum krónum.
  2. Heildarfjárhæð þátttökugjalds sem reiknivélin gefur upp er endanlegt verð.
  3. Þátttökugjöld eru ekki endurgreidd.
  4. Ekki er hægt að geyma þátttökugjöld fram á næsta ár.
  5. Ef mótið fer ekki fram vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, veðurs o.s.frv., munu greidd þátttökugjöld í hlaupin ekki verða endurgreidd.
  6. Greiðsla fer í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Valitor

III. Mótshaldari

Mótshaldari: Megin ehf.
Kt. 550321-3000
Tengiliður: Gunnlaugur Ólafsson
Netfang: info@austurultra.is
Heimasíða: http://austurultra.is

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Varnarþing Megin ehf er í Mosfellsbæ. Rísi upp mál vegna skráningar eða þátttöku skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.