Ármannshlaupið 2023

Íslenska English

Keppnishaldari

Frjálsíþróttadeild Ármanns
Kt. 491283-0339
Engjavegi 7
104 Reykjavík
Örvar Ólafsson
Símanr.: +354 863 9980
orvar@frjalsar.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Ármannshlaup 2023
ÁRMANNSHLAUPIÐ ER 10 KM GÖTUHLAUP. HLAUPIÐ HEFUR Í GEGNUM ÁRIN VERIÐ ÞEKKT FYRIR FLATA OG HRAÐA BRAUT ÞAR SEM MARGIR HLAUPARAR HAFA NÁÐ SÍNUM BESTA TÍMA.

Tímasetning og staðsetning
Miðvikudagskvöldið 28. júní 2023 kl. 20:00. Skarfagörðum 104 Rvk,

Vegalengdir
10 km hlaup með tímatöku. Notast verður við flögutímatöku.

Hlaupaleið
Ræst er í Skarfagörðum. Þaðan er hlaupið um Klettagarða, inn Korngarða aftur að Skarfagörðum. Þaðan er haldið, með viðkomu við vita á tanga næst Viðey, á göngustíg sem liggur upp Lauganesið að Sæbraut og hlaupið á göngustíg að Hörpu. Þar er snúið við og hlaupið á hjólastíg til baka aftur. Sama leið er hlaupin frá Laugarnesi og niður í Skarfagarða þar sem endamarkið stendur. Brautin er bein, hröð og afar flöt. Sjá kort hér.

Skráning og þátttökugjald
Opið er fyrir skráningu fram að ræsingu en forskráningarafsláttur gildir fram að miðnætti sunnudaginn 25. júní. Forskráningarverð er 3.500 krónur. Þátttökugjald hækkar upp í 4.500 kr. frá og með 26. júní.

Afhending keppnisnúmera fer fram dagana 26. og 27. júní milli kl. 16:00 - 18:00 í Ármannsheimilinu Engjavegi 7, 104 Reykjavík.
Einnig verður hægt að nálgast hlaupanúmer á hlaupadegi milli kl. 16:00-19:00 í námunda við rásmarkið í Skarfagörðum.

Verðlaun
  • Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna
  • Sigurvegarar í hverjum aldursflokki karla og kvenna fá verðlaun.
  • Útdráttarverðlaun

Aldursflokkar
  • 18 ára og yngri
  • 19-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60-69 ára
  • 70 ára og eldri


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

28.06.2023