Akrafjall Ultra


Keppnishaldari

UltraForm ehf.
Kt. 560320-1160
Maríubaugi 103
113 Reykjavík
ultraform@ultraform.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Akrafjall Ultra

Akrafjall Ultra er utanvegahlaup haldið á Akranesi og er því aðgengilegt fyrir flesta sem vilja prófa utanvegahlaup nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Allar vegalengdir gefa ITRA stig og eru er því viðurkennd sem forhlaup fyrir Laugavegshlaupið sem dæmi.

Vegalengdir

Athugið að tímamörk eru í öllum vegalengdum, sjá lista hér fyrir neðan.

  • 10 km og ca. 50-100m hækkun. Tímamörk í 10 km eru 3 klst.
  • 20 km og ca. 650-750m hækkun. Tímamörk í 20 km eru 4 klst.
  • 27 km og ca.1300-1400m hækkun. Tímamörk í 27 km eru 5 klst.

Nafnabreytingar og afhending gagna

Nafnabreytingar eru í boði fram að hlaupi. Hægt er að nafnabreyta undir "mín skráning" hér hægra megin á síðunni.

Hlaupanúmerin verða afhent (að öllum líkindum) fimmtudaginn 15. maí í Sportvörum frá 12-18 og í Ultraform Akranes Ægisbraut 29 frá 8:00 á hlaupdag.

Staðsetning og tímasetning

Hlaupið verður ræst hjá UltraForm Akranesi að Ægisbraut 29 en endar á Akranesvelli.

  • 27 km - Ræsing kl. 09:00
  • 20 km - Ræsing kl. 10:00
  • 10 km - Ræsing kl. 11:00

Drykkjarstöðvar

Ein drykkjarstöð verður á bílaplaninu við Akrafjall sem er aðeins aðgengileg fyrir einstaklinga í 20 km og 27 km hlaupunum. Hlauparar í 20 km hlaupinu fara tvisvar í  gegnum drykkjarstöðina, eftir 9,6 km og aftur eftir ca. 13,2 km. Hlauparar í 27 km hlaupinu fara þrisvar í gegnum drykkjarstöðina, eftir 9,6 km, eftir 16,4 km og loks eftir 21 km. Engin drykkjarstöð verður í brautinni fyrir 10 km.

Leiðarlýsing

Kort af hlaupaleiðunum eru neðst á þessari síðu. Athugið að 10 km, 20 km og 27 km eru í sitthvoru laginu (layer) og því þarf að velja hvaða kort er verið að skoða.

Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað.


Google My Map



Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

17.05.2025