Akrafjall Ultra í boði Akraborgar


Keppnishaldari

UltraForm ehf.
Kt. 560320-1160
Maríubaugi 103
113 Reykjavík
Sigurjón Ernir Sturluson
Símanr.: 6621352
ultraform@ultraform.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Akrafjall Ultra í boði Akraborgar

Akrafjall Ultra er utanvegahlaup haldið á Akranesi 16.maí og er því aðgengilegt fyrir flesta sem vilja prófa utanvegahlaup nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Allar vegalengdir gefa ITRA stig og eru er því viðurkennd sem forhlaup fyrir Laugavegshlaupið sem dæmi.


Athugið að tímamörk eru í öllum vegalengdum, sjá lista hér fyrir neðan.

  • 10 km ræs kl.11:00
  • 20 km og ca. 650-m hækkun. Tímamörk eru 4 klst. ræs kl.10:00
  • 27 km og ca.1250m hækkun. Tímamörk  eru 5 klst. ræs kl.09:00
  • 50 km og ca. 2.500m hækkun. Tímamörk 5 klst í drykkjarstöð 35 km. ræs kl. 07:00
Hlaupið verður ræst hjá UltraForm Akranesi að Ægisbraut 29 en endar í Akraneshöllinni.

Afhending gagna

  • Hlaupagögn verða afhent á morgun fimmtudagin 14.maí 11:30-17:30 í Sportvörum, Dalvegi 32 (25% afsláttur af skóm, fatnaði og hlaupatengdum vörum fyrir þá sem mæta að sækja númerið sitt)
  • Má einnig nálgast hlaupagögn á hlaupadag frá kl.06:30 í Ultraform Akranesi, Ægisbraut 29, fram að hlaupi
  • Má sækja hlaupagögn fyrir vini og aðra

Drykkjarstöðvar

Ein drykkjarstöð verður á bílaplaninu við Akrafjall sem er aðeins aðgengileg fyrir einstaklinga í 20 km og 27 km hlaupunum og önnur hinumeginn við fjalliðð fyrir 50 km hlaupara. 

  • Hlauparar í 20 km hlaupinu fara tvisvar í  gegnum drykkjarstöðina, eftir 9,6 km og aftur eftir ca. 13,2 km. 
  • Hlauparar í 27 km hlaupinu fara líka visvar í  gegnum drykkjarstöðina, eftir 9,6 km og aftur eftir ca. 13,2 km (ekki fleiri drykkjastöðvar út af ITRA reglum)
  • Hlauparar í 50 km fara þrisvar gegnum drykkjarstöð á bílaplaninu við Akrafjall 9.6 km og svo ca. 17 km og loks 44 km og svo er auka stöð efir ca. 33 km hinumegin við fjallið.

Engin drykkjarstöð verður í brautinni fyrir 10 km.

Endilega vera með eigið ílát, en það verða einhver glös

Boðið verður upp á:

Vithit Energy drykk, vatn og magic, Holle súkkulaði, Clif bar og Corny soft Protein og banana og epli

Hlaupaleiðir

Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað.


Bílastæði
Krónuna Akranesi
Grundaskóli (sem er við Akraneshöllina þar sem hlaupið endar)
Brekkubæjarskóli (nálægt Ultraform þar sem hlaupið byrjar)
Bónus (aðeins lengra frá Akraneshöllinni)

Eftir hlaupið:
  • 100+ útdráttarverðlaun
  • Hamborgari fyrir hlaupara
  • Hleðsla íþróttadrykkur
  • Innnes með prótein corny, ávexti  og VIT-HIT drykki
  • Dave & Jons með smakk
  • Frítt í sund og Guðlaugu yrir hlaupara
Myndir
Myndir koma líklegast strax næsta dag á Facebook síðu hlaupsins: https://www.facebook.com/people/Akrafjall-Ultra/61553015985775/

Instagram
Tagga okkur endilega, þar er líka fullt af upplýsingum um hlaupaleiðirnar og annað: https://www.instagram.com/akrafjallultra/

Úrslit: 
Millitímar verða á Háahnúk og Geirmundartindi

_____________________________________________


_________________________________________________________________________



________________________________________________________________


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

16.05.2026