WOW Þríþrautin 2018


Sunnudaginn 27.maí verður keppt í WOW þríþrautinni sem fram fer frá Ásvallalaug í Hafnarfirði. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd, sem þýðir að keppendur synda 750 m., hjóla 20 km. og hlaupa 5 km.

Keppt verður í fjórum aldursflokkum karla og kvenna, og er aldursskiptingin eftirfarandi:

  1. 16-29 ára
  2. 30-39 ára
  3. 40-49 ára
  4. 50 ára og eldri
Veitt verða vegleg verðlaun fyrir efstu sætin í karla- og kvennaflokki, og verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki karla og kvenna.

Einnig verða vegleg útdráttarverðlaun í boði fyrir þáttakendur.

Byrjendaflokkur - eins og venjulega er boðið upp á byrjendaflokk og þarf að merkja við það sérstaklega

Keppnisgjald er 4.000 kr.

Keppnin er hluti af stigakeppni Þríþrautasambands ÍSÍ og keppt er eftir reglum sambandsins (sjá hér). Allir keppendur eru á eigin ábyrgð í keppnum á vegum 3SH.

ATH, skráningu lýkur föstudaginn 25. maí 2018 kl. 20:00 og verður ekki hægt að skrá sig eftir það.

Viðburður haldinn af:
Sundfélag Hafnarfjarðar (3SH)
kt. 640269-2789
Ásvöllum 2
221 Hafnarfirði
Símanúmer: 822 7488 ( Elva Björk )
thrithrautardeildsh@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu

Búið að loka fyrir forskráningu


Afhending keppnisgagna fer fram að morgni keppnisdags 27. maí frá kl 7:15 í anddyri Ásvallalaugar Hafnarfirði. Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega til að nálgast keppnisgögn, koma sér fyrir á skiptisvæði og kynna sér svæðið.