Hundahlaupið 2025


Keppnishaldari

Óstöðvandi ehf
Kt. 460618-0450
Kolbrún
kolbrun@ostodvandi.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Hundahlaupið verður haldið í þriðja sinn miðvikudaginn 27. ágúst nk. 
Hlaupið hefur stimplað sig inn sem skemmtilegur fjölskylduvænn lýðheilsuviðburður og sannkölluð veisla fyrir hunda unnendur, en þátttakendur töldu um 200 talsins í fyrra og voru mættir til leiks hundar af öllum stærðum og gerðum með eigendum sínum á öllum aldri. 
Um er að ræða einstakan viðburð þar sem gleði besta vinar mannsins fær að skína skært.

Hundahlaupið er frábær lýðheilsu viðburður fyrir hundaáhuga fólk sem vill sýna sig og sjá aðra, en markmið Hundahlaupsins er að kynna öðruvísi nálgun á útivist með hundum, efla félagsleg tengsl hundaeiganda og sýnileika hunda í samfélaginu okkar. 

Vegalengdir og tímasetningar

Hundahlaupið fer fram í Mosfellsbæ, þar sem farin verður sérstaklega falleg hlaupa og gönguleið sem hefst við flötina fyrir neðan Reykjalund. Best er að leggja bílum á bílastæðið bakvið Reykjalund.
Í boði eru tvær hlaupaleiðir. Annars vegar 5 km tímataka ( Canicross 1 hundur )  og hins vegar 2 km skemmtiskokk, leið fyrir þá sem vilja taka því rólega og njóta í fallegu umhverfi. 
Svæðið opnar kl 16:00, sameiginleg upphitun hefst kl. 17:45, skemmtiskokk er ræst kl 18:00 og 5km tímataka er ræst kl 18:30 ( með fyrirvara um litlar tafir )

Fyrir hverja er viðburðurinn og hvernig fer þetta fram?

Hundahlaupið er opið öllum sem vilja hreyfa sig með hundinn sinn. Hundahlaupið er fyrir alla hunda og allt fólk óháð aldri og fyrri störfum, en hlaupið er bæði fyrir vana hlaupara og þá sem vilja eiga skemmtilega stund með hundinum sínum. 

Canicross (canine = hundur + cross country) eða hundahlaup á vaxandi fylgi að fagna á Íslandi. Canicross er svokölluð hunda drifin íþrótt þar sem hlauparinn er með belti utan um sig og teygjutaum sem festist í beisli hundsins. Þannig togar hundurinn hlauparann áfram og hundur og hlaupari ferðast saman sem teymi. 

Rétt er að taka fram að engin sérstök krafa er gerð á búnað í Hundahlaupinu, 

Óstöðvandi verður með verður með sölubás á staðnum þar sem hægt verður að fá ráðleggingar um val búnaði frá Non-stop dogwear. 
Hægt er að lesa um Canicross á vefnum.

Á keppnissvæðinu verða tjaldbúðir með hressingu, kynningar og sölubásar á vegum styrktaraðila sem og hvatningastöð.

Keppnisreglur
Þetta er einfalt, hlaupari má aldrei draga hundinn í taumi eða þvinga hann áfram. Við berum virðingu fyrir hvert öðru og hjálpumst að við að tryggja öryggi hunda af öllum stærðum með því að passa uppá hæfilegt bil á milli okkar á keppnissvæði og í braut. Hlauparar taka upp eftir hunda sína í braut og setja í poka sem þeir geta skilið eftir á áberandi stað í brautinni, pokarnir verða sóttir af starfsfólki að hlaupi loknu. 

Skráning og verðlaun

Þátttökugjald er 5.000 kr fyrir 5 km tímatöku og 4.000 kr fyrir 2 km skemmtiskokk (hópafsláttur þegar 3 eða fleiri miðar eru keyptir) þátttökuverðlaun fylgja hverri
skráningu.
Í 2km skemmtiskokki gildir hver skráning fyrir einn mennskan hlaupara, svo öll fjölskyldan eða vinahópurinn getur tekið þátt saman óháð fjölda hunda.

Dæmi 1: 4 manna fjölskylda með tvo hunda kaupir 4 miða = 4 x 3.500kr
Dæmi 2: 6 manna vinahópur með 6 hunda getur keypt 6 miða saman = 6 x 3000kr

ATH! Velja þarf réttan valkost hér að neðan til að fá hópafslátt. Val á röngum afslætti ógildir miða þar til rétt upphæð hefur verið valin. Rangur valkostur verður ekki endurgreiddur.
Þetta er einfalt. Ef þú ert að skrá 4 aðila þá velur þú fyrir alla aðila valkostinn 2 km skemmtiskokk (3 til 4 miðar) fyrir alla 4 einstaklingan og greiðir þá 4 x 3.500 kr.

í 5km tímatöku gildir hver skráning fyrir 1 mennskan hlaupara + 1 hund – þ.e.a.s. ekki er heimilt að keppa með fleiri en einn hund per hlaupara í 5km canicross.

Skráningu lýkur hér á netskráning.is kl. 12 miðvikudaginn 27. ágúst. Hægt er að skrá sig í skemmtiskokk á staðnum með því að mæta tímanlega.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir einstaklinga með bestu þrjá tíma bæði í karla- og kvennaflokki í 5 km tímatöku (canicross 1 hundur ). 
Einnig verða útdráttarverðlaun í boði styrktaraðila. 

Afhending hlaupagagna

Rásnúmer verða afhent þriðjudaginn 26. ágúst milli kl. 12 og 16. Afhending fer fram hjá Dýrheimum, Royal Canin á Íslandi í Víkurhvarfi 5, 203 Kópavogi. Hundar eru velkomnir í salinn, en þar mun Óstöðvandi vera með sölubás þar sem þátttakendum gefst kostur á að versla búnað frá Non-stop dogwear á hundahlaups afslætti. 

Þeir sem skrá sig eftir afhendingu gagna á þriðjudegi, geta sótt gögnin sín fyrir hlaup í upplýsingatjald á keppnissvæðinu milli kl 16-17:30.

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

27.08.2025