Hlaupárshringurinn 2025


Keppnishaldari

Spunadís ehf (Hlaupár)
Kt. 690819-0310
Þórdís
Símanr.: 897 1983
hlaupar@hlaupar.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

HLAUPÁRSHRINGURINN

5 km og 10 km utanvegahlaup og krakkahlaup
Fimmtudaginn 12. júní, kl. 18 (sjá rástíma neðar) fer fram í fyrsta sinn utanvegahlaupið HLAUPÁRSHRINGURINN frá Guðmundarlundi og um Heiðmörk. Við hvetjum alla til að taka þátt, bæði götu- og utanvegahlaupara, börn og fullorðna. Ræst er í Guðmundarlundi sem er í um 5 mín akstri frá Kórahverfinu í Kópavogi (sjá staðsetningu neðst á síðu).

Hoppukastali og fjör fyrir börnin verður á staðnum. Upphitun hefst kl. 17:40 sem er sérsktalega miðuð fyrir börnin. Krakkar mega endilega koma í búning ef þau vilja!

Boðið er upp á fjórar vegalengdir:

400 m krakkahlaup - (c.a. 1-6 ára)
Ræsing 12. júní, kl. 18:00 í Guðmundarlundi í Kópavogi.
Hlaupið er inni í Guðmundarlundi. Gaman ef þau koma í búning (alls ekki nauðsynlegt).

1,5 km krakkahlaup - (c.a. 5 ára+)
Ræsing 12. júní, kl. 18:15 í Guðmundarlundi í Kópavogi.
Hlaupið er inni í Guðmundarlundi og aðeins útfyrir hann. Auðveld leið, vel merkt og brautarverðir hjálpa krökkunum að rata. Foreldrar mega endilega hlaupa með ef þau vilja. Gaman ef þau koma í búning (alls ekki nauðsynlegt).

5 km hlaupið – 130 m hækkun
Ræsing 12. júní, kl. 18:30 í Guðmundarlundi í Kópavogi.
Leiðin: Hlaupið byrjar í Guðmundarlundi í Kópavogi. Hlaupinn er hringur í átt að Elliðavatni og til baka aftur og endað í Guðmundarlundi. Við hvetjum börn og fullorðna til að taka þátt og hægt að ganga hluta eða alla leiðina.

10 km hlaupið – 300 m hækkun
Ræsing 12. júní, kl. 18:30 í Guðmundarlundi í Kópavogi.
Leiðin: Hlaupið byrjar í Guðmundarlundi í Kópavogi. Hlaupið er í gegnum Skógræktina í átt að Vífilstaðavatni og til baka aftur í gegnum Guðmundarlund. Þá í átt að Elliðavatni og svo til baka og endað aftur í Guðmundarlundi.
Kort af leiðinni er neðst á síðunni.

Skráning og þátttökugjöld
Þátttökugjöld sem hér segir:
400 metrar
Börn: 700 kr (1.000 kr eftir 26. maí)
1,5 km
Börn: 1.200 kr (1.500 kr eftir 26.maí)
5 km
Fullorðnir: 3.900 kr (4.900 kr eftir 26. maí)
Börn yngri en 18 ára: 1.900 kr (2.500 kr eftir 26. maí)
10 km
Fullorðnir: 4.900 kr (5.900 kr eftir 26. maí)
Börn yngri en 18 ára: 1.900 kr (2.500 kr eftir 26. maí)

Hægt að skrá sig fram að hlaupi hér á netskraning.is
Hámarksfjöldi í 5 og 10 km hlaupið er 200 manns hvort.

Afhending gagna
Gögn verða afhent í versluninni Hlaupár, Fákafeni 11:
Fös, 6. júní:  kl. 11-18
Mán, 9. júní: kl. 11-18
Þri, 10. júní: kl. 11-18
Mið, 11. júní kl. 11-18
Fim, 12. júní: kl. 11-17:30

Verðlaun og ýmsar upplýsingar
Innifalið er snarl eftir hlaup. Við stefnum á líflegt fjör í Guðmundarlundi svo gaman fyrir alla fjölskylduna að koma saman og njóta.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna í 5 km og 10 km, bæði í hópnum 18 ára og yngri og 18 ára og eldri. Útdráttarvinningar og öll börn fá glaðning.
Brautarverðir verða á völdum stöðum á leiðinni. Hlaupið er allan tímann á utanvegastígum sem er greinilegur merktur alla leiðina með stikum.
Ein drykkjastöð er á leiðinni í 10 km hlaupinu í Guðmundarlundi, þegar hlaupið er í gegnum hann eftir c.a. 5 km. Við hvetjum fólk til að vera með fjölnota áhöld (glas/brúsa). Engin drykkjarstöð er í 5 km.

Að lokum… smá skemmtilegt
Þegar hlaupari í 5 eða 10 km sækir hlaupanúmerið sitt þá má hann velja sér númer (þau sem eru í boði á þeim tímapunkti) sem er um leið hans ágiskun hans á því í hvaða sæti hann lendir. Allir þeir sem giska á rétt sæti fá verðlaun!

Hlaupið er haldið af HLAUPÁRI. Ábendingar og fyrirspurnir er varða hlaupið sendist á hlaupar@hlaupar.is

Linkur á Guðmundarlund (rásmark): https://goo.gl/maps/Kx5vZuLoyg6ZyyhCA
Mynd að neðan er af 10 km (Strava linkur kemur inn fljótlega), 5 km leiðin er helmingur af leiðinni, hringurinn sem er nær Elliðavatni :
Map

Description automatically generated
Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

12.06.2025