Frjálsíþróttasamband Íslands
Kt. 560169-6719
fri@fri.is
Fjölskylduhlaup FRÍ og TM á Akureyri – sunnudaginn 7. september
Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) og TM standa að fjölskylduhlaupi á Akureyri sunnudaginn 7. september. Um er að ræða skemmtilegan viðburð fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem hreyfing, gleði og samvera eru í forgrunni.
FRÍ og TM hafa sett saman fallega og fjölskylduvæna hlaupaleið, um 1800 metra hring, sem liggur um svæðið við Háskólann á Akureyri og Glerána. Öll eru hjartanlega velkomin – þátttaka er ókeypis og stendur öllum til boða.
Skráning og þátttaka
Mikilvægt er að skrá börnin til þátttöku, en ekki þarf að skrá fullorðna sem hlaupa með þeim.
Öll börn fá glaðning að hlaupi loknu.
Hámarksfjöldi skráninga er 500 börn og því hvetjum við fjölskyldur til að tryggja sér pláss sem fyrst!
Forskráningu lýkur föstudaginn 5. september kl. 18:00 (eða fyrr ef hámarksfjölda er náð).
Dagskrá:
Aðstaða fyrir hlaupið verður í húsnæði Háskólans á Akureyri.
Upphitun hefst kl. 11:00 fyrir framan Háskólann – þar mæta VÆB-strákarnir og hita upp með tónlist og fjöri!
Hlaupið sjálft hefst kl. 11:15.
Hlaupaleiðin:
Hlaupið hefst á göngustígnum framan við Borgir. Þaðan er hlaupið niður stíginn, yfir aðkeyrsluna að HA og inn á göngustíg meðfram Glerá. Stígnum er fylgt upp á hæðina, þar sem hlaupið er yfir grasflöt á frisbígolfvelli, síðan inn í Klettagerði, eftir götunni út í enda og beygt niður Háskólastíginn – þar sem endað er á sama stað og byrjað var.
Hlaupanúmer og afhending
Hlaupanúmer má sækja dagana fyrir hlaup, 1.–6. september í Sportveri á Glerártorgi. Opnunartími verslunarinnar er frá 10:00-18:00 mánudaga til föstudaga og frá 10:00-17:00 á laugardögum. Kynningar verða á Nike vörum og 15% afsláttur verður í boði af Nike vörum í búðinni gegn framvísun hlaupanúmers.
Einnig verður hægt að sækja númer á hlaupdag í Háskólanum á Akureyri, en við hvetjum sem flest til að sækja númerin fyrir hlaupdag.
Athugið að nóg er að börnin fái hlaupanúmer – ekki þarf að skrá fullorðna sem hlaupa með.